Þjóðin er reið og krefst svara
25.10.2008 | 17:23
Þjóðin er reið! Hún er reið vegna þess að stjórnmálamenn hafa ekki stýrt skútunni á farsælan hátt. Þjóðin er reið vegna þess að þeir sem fara með ábyrgð virðast ekki bera neina ábyrgð og geta komist upp með það í krafti þess að vera lýðræðislega kjörnir til forystu fyrir fólkið í landinu. Fólkið í landinu þetta sama fólk sem að kaus þessa stjórnmálamenn til valda lagði ævisparnaðinn i trausta íslenska banka og fyrirtæki sem að fóru fyrir lítið m.a. vegna þess að eftirlitskerfið brást. Þjóðin er reið vegna þess að ráðherra Viðskipta og bankamála ber þar stóra ábyrgð en hefur fengið silkimjúka meðferð hjá fjölmiðlum þessa lands! Er ekki komin tími til þess að einhver stjórnmálamaður t.d. ráðherra Viðskipta- og bankamála segi af sér vegna þess að kerfið sem hann er samnefnari fyrir brást og stærsta skipbrot Íslandssögunnar er staðreynd. Mörgum kann að þykja þetta stór orð en staðreyndin er einfaldlega sú að í lýðræðisríkjum i Evrópu þá væru menn búnir að slíku.
Viðskiptaráðherra í Monitor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.