Af lýðræðinu í kjörbúðinni
16.8.2008 | 18:30
Lýðræðið í kjörbúðinni er allt annað en í stjórnmálunum. Í stjórnmálunum ganga kjósendur að kjörborðinu og velja sér menn og málefni en það er samt engin trygging fyrir því að niðurstaða kosninga skili því sem upp úr kössunum kom. Sigurvegarar kosninga fara oft með skarðan hlut frá borði eins og þekkt er. Í kjörbúðinni geta menn valið úr hillunum þær vörutegundir sem að mönnum geðjast að og líkar við. Þar spila inn í þættir eins og verð, gæði og smekkur neytenda. Í pólitíkinni geta menn valið flokka, fólk og áherslur. Það er eins og menn gleymi þessu þegar þeir fjalla um vandræðaganginn í henni Reykjavík. Það er nefninlega svo lýðræðið í kjörbúðinni er annað og meira en það sem skilar sér upp úr kjörkössunum og kjósendur og fjölmiðlar geta hamrað járnin ótt og títt, en það gildir einu því í stjórnmálunum berjast menn fyrir líðandi stund og ef menn geta komist í þá stöðu að þeir verði verðmætari í dag en í gær þá grípa þeir gæsina þó stundum sé fiðrið fitugt eftir mikið volk um víðlendur tjarnarinnar. Það er svo gaman að sjá kjörna fulltrúa taka þátt í fjölmiðlafansinum og kasta steinum úr glerhúsinu á andstæðingana og telja þeim flest til foráttu og fjölmiðlafólkið sumt hefði mátt vera aðgangsharðara í að spyrja þessu sömu pólitíkusa afgerandi spurninga um þeirra eigin framgöngu á kjörtímabilinu. Það verður að segja Staksteinum Morgunlaðsins til hróss að þar var allavega gagnrýnin hugsun á ferðinni og er það vel. Ef menn geta ekki starfað saman þá er ljóst að menn verða að stokka upp spilin og gefa annan umgang það er einmitt einkenni stjórnmálanna og það er engin trygging fyrir einu eða neinu þó svo að menn myndi samstarfsstjórn eða einn flokkur fari með völdin það getur nefninlega kastast í kekki og þá verða kjörnir fulltrúar að standa sig í stykkinu eins og lög gera ráð fyrir en hvað veit ég kannski er ekkert lýðræði í kjörbúðinni lengur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.