Að verðleggja ímyndina

Mörg stórfyrirtæki leggja himinháar fjárhæðir í það að viðhalda ímynd sinni á markaðnum og stundum tekst illa til. Á fundi mínu með Robert de Kock framkvæmdastjóra samtaka íþróttavöruframleiðanda á fimmtudaginn þá tjáði hann mér að Credit Suisse bankinn hefði skotið sig í löppina þegar að nýrri ímyndarherferð þeirra kom vegna Euvrópumótsins í knattspyrnu sem að fram fer í Austurríki og í Sviss nú í júní mánuði.  Credit Suisse leitaði tilboða hjá Adidas, Puma og Nike vegna kaupa á 200.000 fótboltum sem þeir ætluðu að gefa viðskiptavinum sínum. Tilboð stórfyrirtækjanna með vottaðar verksmiðjur áttu ekki upp á pallborðið hjá Credit Suisse sem að samdi við verksmiðju sem að þykir stunda viðskipti á lágu siðferðilegu plani. Verðmunurinn var 30 sent á bolta og það var nóg til þess að Credit Suisse fór í ferðalag sem að nú hefur snúiist upp í andhverfu sína og skaðað ímynd bankans stórlega hér í Sviss. Það kom fram á fundinum að því miður vantar mikið upp á að stórfyrirtæki hjálpi til við að uppræta starfssemi sem að viðheldur barnaþrælkun og viðsjárverðum viðskiptaháttum þegar þau horfa í aurinn og gleyma ímyndinni eitt andartak. Þegar upp er staðið er skaðinn margfalt meiri en sparnaðurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband