Það bíða bjartir dagar
23.3.2008 | 12:49
Biskup Íslands vakti máls á miklum sannindum er hann sagði í ræðu sinni að úti biði bjartur dagur og kannski ekki vanþörf á eftir alla þá neikvæðu umfjöllun um íslenskt efnahagslíf undanfarnar vikur og mánuði. Það hriktir ekki bara í íslenskum bönkum heldur líka í Credit Suisse svo dæmi séu tekin og ekki þarf að minnast á Bear Stearns sem var naumlega bjargað, auk Northern Rock. Annars er málið að hugsa fram á við og trúa á hina björtu og góðu daga sem framundan eru! Stundum verðum við að aðlagar væntingar að nýjum staðreyndum og nýjum veruleika. Það þarf ekki að fara langt aftur í tímann er smjör draup af hverju strái og fjölmiðlar fluttu ekkert nema jákvæðar fregnir af öllum uppganginum. Menn voru ekki að ávaxta hag sinn um aum 10%, heldur hlupu upphæðirnar á tugum prósenta og það er auðvelt að skilja af hverju venjulegt launafólk tók sér far með gullnu hraðlestinni. Við skulum vona að lestin nái á áfangastað. Á nýjum áfangastað verða menn að aðlaga sig að nýjum veruleika og nýjum staðreyndum. Það birtir öll él um síðir!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.