Minni 1. maí 2015

„Stöðugleikinn sem allir vilja verður ekki á kostnað okkar. Við segjum hingað og ekki lengra“. - Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR

„Með blóðhlaupin augu af siðblindu og græðgi tóku þeir við þessum greiðslum án þess að missa bros eða skammast sín, árangurinn var þeirra. Þessar gjörðir lýsa hugarfari sem er í raun óhugnanlegt í íslensku samfélagi og einkennist af algjöru og nánast sjúklegum skorti á samkennd, náungakærleika og mannúð“. – Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar

„Þegar fótunum var kippt undan samfélaginu okkar árið 2008 fór af stað sú lífseiga saga að við værum öll í sama báti. Það er kjaftæði því við höfum aldrei öll verið í sama báti. Í hruninu misstu sumir lífsafkomu sína en aðrir gátu reddað sér með því að skrá íbúðina sína á eignarhaldsfélag. Sumir komust í uppgrip í skilanefndum á meðan aðrir þurftu að flytja inn til foreldra sinna á nýjan leik. Við erum ekki og höfum aldrei verið öll í sama báti". – Drífa Snædal, formaður Starfsgreinasambandsins

Staðan á vinnumarkaðinum er ein sú alvarlegasta í áraraðir eftir að stjórnvöld hunsuðu tækifæri til að vinna sameiginlega með launafólki að bættum hag almennings og héldu á braut sérhagsmuna og ójafnaðar. – Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB

Ríkisstjórn ríka fólksins – Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ

Úlfarnir heimta sitt – Árni Stefán Jónnsson, formaður SFR


mbl.is Gylfi: ríkisstjórn ríka fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband