Blái naglinn og skilaboðin

Ég skil ekkert í því að Landlæknisembættið sé að agnúast út í Blá naglann. Það færi kannski betur á því að embættið þrýsti meira á það að fólk fengi viðeigandi skoðanir í tíma fyrir þessum vágest sem er ristilkrabbamein.

Ristilprófið er kannski ekki 100% tæki, en skilaboðin og boðskapurinn eru góð. Landslæknisembættið gæti kannski gert meira í því að fá heilbrigðiskerfið til þess að vinna markvissari að greiningu og skimun á þessu illvíga meini. Því miður hefur heilbrigðiskerfið ekki verið í stakk búið til þess að stunda reglubunda skimun hjá einstaklingum. Framganga Bláa naglans vekur fólk til umhugsunar og er það vel. Ég velti því fyrir mér hvar við værum stödd ef við hefðum ekki utanaðkomandi aðila til þess að fara í átaksverkefni sem þessi.


mbl.is Varast ber Bláa naglann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband