Á blóðslóð

Ég skil vel að Karli hafi ekki liðið vel að hafa rottweiler í eftirdragi enda kynið þekkt fyrir að vera árásargjarnt. Maður er manns gaman og sennilega er það eins um hunda. Það er ljóst að Karli hefur verið brugðið og kannski hefur rottweilerinn viljað tjá fjölmiðlamanninum ást og umhyggju en það hefur kannski misskilist í þetta skiptið. Það sem vekur samt athygli er að Lögreglan gat ekkert aðhafst, það hefði þurft ,,hundsbit" til þess að fá hana í útkall. Er það ekki tímanna tákn að það er ekki öruggt að ferðast um götur borgarinnar lengur. Lögrelgan er svelt og almennir borgarar með eða án hunda líða fyrir.

Öryggi borganna ætti að vera í fyrsta sæti en er það svo?


mbl.is Rottweiler elti Karl og Kát
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefði öryggi borgara verið meira ef um hefði verið að ræða aðra tegund af hundi að þínu mati? Ef tegundin sem um ræðir hefði fremur verið Púðla eða snauser? Gerði hundurinn eithvað til að orsaka grunsemdir þínar um árasargirni og á lögreglan að aðhafast þegar glæpur hefur ekki verið framinn? á að handtaka fólk vegna gruns um að það kunni gera eithvað af sér því það lítur út fyrir að vera þannig fólk?

Arna B. (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 16:58

2 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Það er nú einu sinni svo með alla hunda að þeir þurfa þjálfun til þess að sýna ákveðna hegðun. Auðvitað breytir kynið ekki öllu máli það er rétt athugað. Hinsvegar þurfa Rottweiler hundar mikla umhirðu og ræktunarsemi annars verður vart við hegðunarvandamál hjá þessu kyni.

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 5.2.2013 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband