Að stjórnast af skuldum sínum eða vera stjórnað af skuldum sínum

Það var ágæt grein um ábyrga fjármálastjórn í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum síðan. Því miður verður að segjast eins og er að mörg sveitarfélög hafa offjárfest síðustu 10 -15 árin og hafa þau flest hver verið rekin með halla utan 2006 og 2007 þegar að tekjur landsmanna voru í hæstu hæðum. Því miður hafa fjármál sveitarfélaga ekki verið sjálfbær um langan tíma ef frá eru talin nokkur sveitarfélög. Það má kannski segja að hið opinbera hafi ekki stuðlað að nægjanlegu aðhaldi þegar kemur að fjármálum sveitarfélaga, sérstaklega þegar tekið er tillit til áhrifa þeirra á almenna hagstjórn. Í stað þess að sveitarfélög hafi lagst á sveif með hinu opinbera við hagstjórnina og ástundað aðhald þá hafa þau sótt sér allmikið framkvæmdafjármagn í gegnum erlend lán og stuðluðu þar með að þrýstingi á krónuna auk annarar skuldsetningar. Auðvitað geta menn svo sem sagt að sumar af þessum fjárfestingum hafi verið réttmætar en það verður líka að geta þess að fjármunir til þess að kaupa gæðin voru ekki til staðar hjá flestum sveitarfélögum.

Almenna reglan ætti að vera að menn spari og leggi til hliðar á tímum góðæris og búi sig undir framtíðina og þá sér í lagi þá sveiflur sem alþekktar eru hérlendis. Því miður var það ekki reynslan og það má segja að þetta hafi líka gilt um hinn almenna borgara að menn hafi eytt meira en þeir hafi aflað.

Í dag er svo komið að sveitarfélögin eru að hækka álögur og gjöld til þess að mæta auknum útgjöldum sínum og eru að sögn að skera niður í velflestum málaflokkum. Ég held reyndar að það sé oft seint í rassinn gripið því laun hafa lækkað og flestir tekjurstofnar hafa þar að auki minnkað að raungildi og því fyrirjsáanlegt að sársaukinn við tekjuöflun verði langvinnur.

Í Morgunblaðinu er dæmið tekið af Orkuveitu Reykjavíkur og byggingunni á glæsihýsinu sem dæmi um óraunhæfa fjármálastjórn, og það má svo sannarlega bera víðar niður eins og dæmin um Árborg, Álftanes og fleiri sveitarfélög sýnir.

Grundavallaratriðið er að þeir kjörnu fulltrúar sem að fara með stjórn á skattfé og almanna gæðum hafi vit fyrir okkur hinum. Því miður hefur það ekki verið raunin og reynslan sýnir að reikningurinn er sendur áfram í formi hækkunar á töxtum fyrir flesta þjónustu. Það er hins vegar áleitin spurning hvort að slíkt gangi til lengdar þá sér í lagi í því árferði sem nú ríkir þar sem almennur tekjusamdráttur og niðurskurður er staðreynd.

Auðvitað vilja allir sjá góða skóla og leikskóla rekna af hæfu starfsfólki, vel launuðu og vel menntuðu, sterkt velferðarnet þar sem ölduruðum og þeim sem minna megasín er tryggð sú þjónusta sem sómi er af. Spurning er hinsvegar hvort að menn séu búnir að spila rassinn úr buxunum eins og dæmin sanna.

Það er tálmynd ein að halda að ætla að rekstur og þjónustgæði muni aukast á næstu árum. Eitt gott dæmi er öryggi á vegum úti og almanna leiðum þegar veður eru válynd eins og dæmin sýna úr Reykjavík nýverið. Það eru ekki til fjármunir til þess að sinna þessari þjónustu svo sómi sé af og það er ljóst að sveitarfélög þurfa að hagræða enn frekar í sínum rekstri með niðurskurði og breyta útfærslum og skera enn frekar niður í yfirstjórn og launakostnaði. Þetta er hinn kaldi veruleiki því ekki gengur lengur að sópa syndunum undir teppið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband