Frábært hjá íslensku stelpunum
3.12.2011 | 19:05
Gott hjá íslensku stelpunum að sigra í fyrsta leik sínum á HM. Það er ekki sjálfgefið að lítil þjóð eins og Ísland keppi á meðal þeirra bestu og það kostar mikla fjármuni fyrir íslensku sérsamböndin að halda úti afreksstarfinu. Það er mikilvægt að það verði vakning á Íslandi sem miðar að því að bæta starfsumhverfi sérsambandanna. Vonandi virkar þessi sigur eins og vítamínsprauta fyrir framhaldið hjá stelpunum!
![]() |
Ísland vann fyrsta leik á HM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.