Gott mál
20.8.2011 | 20:13
Gott mál að samningar náðust en það er spurning hvert reikningurinn verður sendur? Mörg bæjar- og sveitarfélög standa illa en það er lítið ráðrúm til þess að mæta auknum launahækkunum og ljóst að margir hópar hugsa sér gott til glóðarinnar í framhaldinu. Ein leið til þess að mæta núverandi launahækkunum er að þeir sem nota þjónustuna greiði fyrir hana en auðvitað verða misjafnar skoðanir á því eins og öðru. Aukin verðbólga og hækkandi verðlag mun leiða til þess að fólk mun fara fram á hækkanir á sínum launum á næstu mánuðum. Niðurstaðan hlýtur að teljast rós í hnappgat Haraldar sem virðist hafa komið með ferska vinda inn í sitt stéttarfélag, og ljóst að hann er liðtækur á fleira en trommukjuðana.
Þakklátur fyrir samninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.8.2011 kl. 12:20 | Facebook
Athugasemdir
Já þessi Haraldur er greinilega traustsins verður, sem verndari launakjara kennara barnanna á leikskólunum í landinu. Kostnaðinn getum við dekkað með auðnum sem syndir ónýttur við bryggjur sveitarfélaganna, og berin vaxa og verða jafnvel ótínd og vannýtt, upp í nokkurn kostnað, svo heitið geti?
Auður liggur út um allt, bara og nýta hann. Einhver hvíslaði að mér að til væri síða sem heitir berjavinir.com. Peningar vaxa ekki í bönkunum, heldur af því sem jörðin gefur.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.8.2011 kl. 20:40
Góðir punktar Anna. Málið í dag er að innleiða nýja hugsun og fara nýjar leiðir í því að skapa verðmæti, lækka kostnað eða auka hagkvæmni í rekstri. Í dag er ekkert heilagt. og ný hugsun og öðruvísi útfærslur skipta máli og þá sér í lagi í rekstri bæjar- og sveitarféaga.
Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 20.8.2011 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.