Gerir kreppan greinarmun?
21.5.2011 | 10:40
Þau verða að teljast heldur óheppileg ummæli fjármálaráðherra þegar að hann segir að ,,það hefur orðið mikill eignabruni, ekki samt hjá venjulegi fólki". Er staðreyndin ekki sú að afleiðing fjármálakreppunar og hin stórkostlega ,,gengisfelling'' árið 2008 hefur einmitt hvað mest áhrif á venjulegt fólk, fjölskyldur þessar lands, beint eða óbeint? Voru litlu hluthafarnir í bökunum og þeir sem að settu hluta af sínum sparnaði í hlutabréf og töpuðu öllu sínu ekki venjulegt fólk? Hagfræðin gerir ekki mun á venjulegu og óvenjulegi fólki þegar kreppan á í hlut, eða hvað? Þegar einhverjir tapa í þjóðfélaginu þá verða menn að horfa á heildaráhrifin. Það er varhugavert þegar að kjörnir fulltrúar senda vanhugsuð ,,skilaboð'' út í samfélagið. Blaðamenn verða líka að kunna að bregðast við svona ummælum og krefjast svara við svona málflutningi. Þetta væri eins og ríki maðurinn segði að hann legði mun meira til þjóðarframleiðslunnar heldur en sá fátæki og þar með væri sá fátæki ekki ,,venjulegur maður" í samanburði við hann. Annars kann ég vel við Steingrím, á meðal ,,venjulegs fólks".
Ekki hjá venjulegu fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:33 | Facebook
Athugasemdir
Gott blogg hjá þér kær kveðja
Sigrún Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.