Frelsi og föðurlandsást
13.2.2011 | 12:21
Það hefur tekið langan tíma að venjast vopnaburði hermanna á götum úti í Sviss, gildir þá einu hvort um er að ræða lestir, strætisvagna eða á veitingahúsum. Ég verð að viðurkenna að það er sérstakt að sjá dátana á McDonalds inn á milli barnanna í biðröðinni eftir hamborgurunum eins og hverjir aðrir með vopnið framan á sér. Þetta hefur engin áhrif á mann í dag enda er maður orðinn vanur þessu eins og flestir hérna.
Frelsi og föðurlandsást er dýru verði keypt hjá þessari friðsömu þjóð sem að eyðir allnokkrum hluta þjóðartekna sinna til þess að viðhalda her sínum á lofti, láði og legi. Ungir menn sinna skyldum sínum og starfa í þágu ættjarðarinnar í þegnskylduvinnu og eru því einatt á ferðinni.
LIBERTÉ ET PATRIE
Svisslendingar kjósa um byssueign | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.