Samstöðustjórnmál það sem koma skal?

Það læðist að manni sá grunur að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi leikið af sér með því að sitja heima í þessum kosningum og þannig gefið þjóðinni langt nef. Forystumennirnir láta eins og ekkert sé og virðast ekki skynja hjartslátt þjóðar sinnar, ekki frekar en fyrri stjórnvöld gerðu rétt fyrir hrun. Það segir mér svo hugur að það sé vaxandi undiralda gagnvart stjórnarflokkunum vegna þess hvernig þeir hafa umgengist fjöreggið. Kannski stefnum við til skamms tíma að samstöðustjórnmálum þar sem breið sátt þarf að ríkja um aðgerðir í helstu efnahags- og framfaramálum þjóðarinnar, Icesave, atvinnuppbyggingu o.s.frv. Það kann að vera að það sé besti leikurinn í stöðunni? Þjóðin kallar forystumennina til ábyrgðar og til þess að starfa á ábyrgan hátt að framförum og frekari velferð, finna lausnir sem gagnast fjölskyldum og fyrirtækjum þessa lands á næstu mánuðum. Of lengi hefur verið beðið eftir afgerandi lausnum og of mikill tími hefur farið til spillis. Nú er mál að girða í brók og stjórnmálamenn taki sér tak og finni aðrar lausnir en skattpíningu og flatan niðurskurð!


mbl.is Ríkisstjórnin þarf að þétta raðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Samstöðustjórnmál myndu skila meiri árangri en þau fýlustjórnmál, sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir undanfarið ár.

Axel Jóhann Axelsson, 7.3.2010 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband