Þjóðin sýnir vilja sinn í verki
6.3.2010 | 22:50
Þjóðin hefur tjáð hug sinn með afgerandi hætti - stórt NEI. Það er spurning hvernig ber að túlka niðurstöðurnar, ein líkleg túlkun er sú að ríkisstjórn Íslands hafi tapað trausti almennings. Þjóðaratkvæðagreiðslan er söguleg fyrir lýðveldið Ísland þar sem gert er út um deilumál í beinum kosningum þ.e. meirihlutalýðræði ræður úrslitum. Í stjórnmálum þá er það svo að kjósendur velja þingmennina en þeir hafa takmörkuð áhrif þegar kemur að beinum ákvarðanatökum. Í Sviss er þess öfugt farið þar sem beinar atkvæðagreiðslur fara fram um mörg stærri mál sem hluti af beinu lýðræði. Það vekur furðu mína eftir að hafa fylgst með þessu máli utan frá í langan tíma að stjórnvöld hafa þverskallast við að hlusta á vilja þjóðarinnar og menn hafa hreinlega ekki gengið í takt við tíðarandann. Það er með hreinum ólíkindum að vel menntað og vel gefið fólk hafi ekki skynjað veruleikann.
Nær allir segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:01 | Facebook
Athugasemdir
Frábær kosning lifi lýðræðið.
Sigurður Haraldsson, 6.3.2010 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.