Að kjósa eða kjósa ekki.....

Er það ekki skylda kosningabærra að mæta á kjörstað og uppfylla samfélagslegar skyldur sínar? Er það ekki eitt höfuðeinkenni lýðræðisþjóðfélaga að fólk sinnir samfélagslegum skyldum og kýs í þeim kosningum sem boðað er til í samræmi við gildandi lög og reglur viðkomandi ríkis? Það að forsætisráðherra lýðveldisins Íslands mætir ekki á kjörstað og jafnvel heldur ekki fjármálaráðherrann hljóta að teljast mjög sérstök tíðindi. Margur kann að segja að slík framkoma sé hrein móðgun við þá sem leggja mikið á sig til þess að sinna kalli samfélagsins. Margir Íslendingar í útlöndum þurfa að fara langan veg til þess eins að sækja kjörseðilinn og síðan þurfa menn að senda hann heim, jafnvel með hraðflutningafyrirtæki og greiða fyrir það þúsundir króna. Það má heldur ekki gleyma þeim sem þurfa að fara um lang veg innanlands til þess að kjósa. Er það sanngjarnt að leiðtogarnir sýni slæmt fordæmi og mæti ekki á kjörstað, er ekki eðlilegra að þeir þegi og mæti á kjörstað og ráðstafi sínu atkvæði á eigin forsendum eins og aðrir þegnar lýðveldisins Íslands?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband