Var það óvild?

Nú berast þær fréttir að fjármálaráðherra hyggist fyrir hönd hins opinbera leggja til nýtt hlutafé inn í Byr sparisjóð. Á sínum tíma felldi hið opinbera SPRON (stofnaður 1932) þrátt fyrir að erlendir kröfuhafar hafi sýnt vilja til þess að afskrifa rúm 20% af kröfum sínum. Með því að virða ekki vilja erlendu kröfuhafanna þá varð til gríðarlegt verðmætap og skattgreiðendur fá að endingu reikninginn. Hefði ekki verið hægt að vinna með erlendu kröfuhöfunum að því að endurskipuleggja SPRON:  

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item257406/ 

Var besta leiðin valin fyrir skattgreiðendur?

Ég velti því fyrir mér hvort að óvild í garð fyrrverandi Sparisjóðssjóra, Guðmundar Haukssonar, meðreiðarsveins íslensku bankadrengjanna hafi ráðið því hvernig fór? Auðvitað var sjóðurinn sem slíkur kominn langt frá þeim samfélagslegu markmiðum sem að einkenndu stofnun hans og tilgang. HF væðingin varð SPRON aldrei það gæfuspor eins og menn væntu en það er efni í aðra sögu.

Ef það fer svo að ríkið tekur yfir Byr sparisjóð þá verður fjármálaráðherra að skýra málin í sögulegu samhengi. Hvað réttlætir nú að fjármunum hins opinbera sé betur varið í Byr en Spron?

Núverandi fjármálaráðherra flutti þingsályktunartillögu ásamt félögum sínum í VG um SPRON á sínum tíma. Sjá hér að neðan:

http://www.althingi.is/altext/128/s/0008.html

Það er oft hollt að skoða söguna aftur í tímann. Tekið úr Mbl. 1. maí 1932 um stofnun Sparisjóðs Reykjavíkur: 

Sparisjóðsstofnun þessi mun hafa vakið marga til umhugsunar um það, hve hjákátlega lítið því hefir verið sint á undanförnum árum, að örfa almenning til að safna fje í sparisjóði. Við allan atvinnurekstur landsmanna vantar reksturfje. En þeir menn, sem veita þjóðinni ódýrasta rekstursfjeð, með því að leggja í sparisjóð, eru ofsóttir á allar lundir. Löggjafarvaldið leggur sig í framkróka, til þess að ná sem mestu í skatta af sparifjáreigendum, í stað þess, ef forsjá rjeði í þessu land. þá ættu sparifjáreigendur, sem leggja fje sitt á borð með sjer í búskap þjóðarinnar, að eiga vísa vernd og aðhlynning stjórnarvaldanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband