Andsetið ríkisútvarp
30.1.2010 | 12:48
Það er að verða flestum ljóst að ríkisútvarp allra landsmanna er í annarlegu ástandi um þessar mundir. Sífellt afskipti stjórnmálamanna af þessari stofnun er með öllu ólíðandi. Það orkar tvímælis að búið sé að skera niður starfssemi fréttastofunnar á sama tíma og þjóðin þarf að fá traustar upplýsingar af málefnum líðandi stundar. Er ekki einmitt hægt að færa rök fyrir því að styrkja hefði átt fréttaþjónustuna á þessum örlaga tímum, tímum þar sem að fjölmiðlar í einkaeigu hafa og geta haft áhrif á það hvernig fréttirnar eru matreiddar? Því miður hefur ríkisútvarpið verið undir stöðugum afskiptum stjórnmálamanna og þetta sífellda gjamm stjórnmálamanna og annarra þrýstihópa hafa þegar valdið ríkisútvarpinu stórkostlegu tjóni. Nú er svo komið að ríkisútvarpið glímir við ímyndarvanda og trúverðugleikinn hefur beðið hnekki út í samfélaginu. Á árum áður þá sameinaði ríkisútvarpið þjóðina, úti á hafi, í sveitum og bæjum þessa lands. Hvað er til ráða nú? Það skiptir nefninlega fleira máli en einn jeppi!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.