Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Morgunblaðið komið til að vera!

Það var ágætt viðtalið við Óskar Magnússon, lögmann í Kastljósi kvöldsins, en hann fer fyrir hópi fjárfesta sem hafa keypt Árvakur hf., útgáfufélag Morgunblaðsins. Ég var sammála mörgu sem að Óskar sagði og ég tel að flaggskip íslenskrar blaðaútgáfu, Morgunblaðið, hafi einatt haft vandaða umfjöllun að leiðarljósi þegar málefni líðandi stundar hafa verið krufin til mergjar. Gæði blaðsins  hafa verið mikil og það er á engan hallað þó sagt sé að alþýðufróðleikurinn hafi lifað með þjóðinni í gegnum blaðið. Auðvitað munu margir deila á mig fyrir að segja þetta en þannig er þetta nú bara. Auðvitað hefur maður ekki alltaf verið sammála því sem sett hefur verið fram á síðum blaðsins, en kjarni málsins og vönduð efnistök hafa ávalt skilað sér til lesandans. Kannski er lykillinn að langlífi blaðsins einmitt fólginn í þeim sannleik að blaðið hefur þróast hægt en ákveðið, á meðan íhaldssemin hefur ráðið ríkjum í útliti og efnistökum. Morgunblaðið er svo sannarlega í heimsklassa og það fer vel á því að framtíðin sé tryggð þegar mikið ríður á að fagleg umfjöllun eigi sér stað.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband