Guðmundur Helgi Þorsteinsson

er framkvæmdastjóri Tækni- og þróunarmála hjá FIVB (Alþjóðablaksambandinu) með höfuðstöðvar  í Lausanne í Sviss, eða við Lac Leman eins og heimamenn kalla vatnið í daglegu tali. FIVB www.fivb.org er með 220 aðildarþjóðir innan sinna vébanda og tilheyra okkur 550 milljón iðkendur en 33 milljónir iðkenda eru með skráð keppnisleyfi. Við fluttum í nýjar glæsilegar höfuðstöðvar við Lac Leman árið 2007, við hliðina á Ólympíusafninu, þar blasa alparnir við og tveggja landa sýn úr kastalanum, en Evian blasir beint hið hinum megin. Myndin af kastalanum er hérna http://www.fivb.org/visasp/ShowImage.aspx?No=200635989. Fundarherbergin eru mörg en eitt þeirra þó sínu stærst http://www.fivb.org/visasp/ShowImage.aspx?No=200635994enda ekki vanþörf á þar sem að stjórnarmennirnir koma víða að.  FIVB er stærsta heimsíþróttasambandið þegar kemur að fjölda aðildarsambanda og það er rétt að geta þess að það er krefjandi og jafnframt gefandi að fá að starfa með svo mörgum ólíkum þjóðum. Fyrir það er ég þakklátur og þá reynslu sem ég hef öðlast og mun nýtast mér og öðrum í framtíðinni.

Hér birti ég hugleiðingar mínar um málefni líðandi stundar!

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Guðmundur H Þorsteinsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband