Getum við eitthvað lært af öðrum?

Stoltir svissneskir karlmenn

1. maí er ekki haldinn hátíðlegur í mörgum kantónum í Sviss, og það var ekki nýtt fyrir mig að vinna á þessum sólríka degi. Það brá hinsvegar út af vananum þegar að stærsta 1. maí ganga í áratugi átti sér stað í Zurich þar sem að menn mótmæltu kreppunni og áhrifum hennar, og í grunninn er það sama við að glíma og hjá íslensku þjóðinni þar sem að launaskandalar bankamanna og uppsagnir eru aðalatriðin auk þess sem að hart hefur verið sótt að bankaleyndinni. Það er ekki bara á Íslandi þar sem að fólk er óánægt með lífið og tilveruna en flest er svona í lágstemmdara kantinum hérna. Stærsti munurinn á íslenska veruleikanum og þeim svissneska er að hér leigir 80% af þjóðinni enda dýrt að byggja og jarðnæði takmarkað og verð eftir því. Að stærstum hluta glímir svissnesk alþýða ekki við greiðsluklafa vegna endurgreiðslu á húsnæðislánum eða öðrum óraunhæfum neyslulánum. Vandinn hérna er kannski fólginn í því að hér hafa menn verið duglegir að spara og í því að lána öðrum þjóðum sem að núna geta ekki borgað!

Þrátt fyrir að margir svissneskir þegnar séu andvígir því að menn geti sest að í Sviss í þeim einum tilgangi að komast hjá skattlagningu og reka skúffufyrirtæki héðan þá er rétt að geta þess að mikill meirihluti fólks er ekki á því að gefa bankaleyndina eftir. Bankaleyndin er sennilega einn af þeim þáttum sem að hefur tryggt Sviss vænjar tekjur, enda er svo komið að það er ekki hægt að þverfóta fyrir arabískum furstum ásamt öðru auðmannaliði sem fær næstum því að fóta sig að vild. Að sama skapi hefur þeim svissnesku tekist að laða að fjöldann allan af alþjóðastofnunum og samtökum sem að eru mikilvægar fyrir efnahag landsins og þá sér í lagi ferðaiðnaðinn. Skattar er almennt lágir í Sviss og t.d. er virðisaukaskattur 7.6% og algengir tollar 4% af innfluttum vörum. Verslanir eru almennt lokaðar á sunnudögum og hér er hvíldardagurinn raunverulegur hvíldardagur og fólk vakið upp með hringingum kirkjuklukkna og svissneska þjóðfánanum að morgni sunnudags.

Það vekur líka mikla athygli að þetta land leyndardómanna er í senn frjálslynt þar sem að þegnarnir geta haft áhrif á mörg mál í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslur. Þær þekkja menn vel í Sviss enda eru þjóðaratkvæðagreiðslur allt að fjórum sinnum á ári ef þurfa þykir, auðvitað með misjafnri þátttöku.

Hér hafa menn lifað með eigin gjaldmiðill, innilokaðir og oft á tíðum illa þokkaðir af umheiminum vegna sérvisku og afstöðuleysis til margra mála, en þó með þúsundir manna undir vopnum og öflugan her tilbúin til þess að verja svissneska ættjörð. Hér hafa menn verið sérlundaðir á reguverkið og fært stjórnsýsluna nær fólkinu enda stjórnar hver kantóna í takt við vilja fóksins á hverjum stað öfugt miðað við mörg evrópsk ríki þar sem miðstýring er mikil. Klukkuverkið og frábært samöngukerfi heldur þessu svo öllu saman og sér til þess að menn gangi í takt!

Þessi þjóð hefur sýnt í erlendum úttektum að hún hefur það einna best þegar kemur að erlendum samanburðarmælingum?

Getur íslenska þjóðin gæti eitthvað lært af þessari ,,eyju''?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband