Hagar vs Costco

Það ber alltaf að fagna því ef útlendir aðilar hafa áhuga á því að stofna til reksturs á Íslandi. Íslendingar eru nýjungagjarnir og vilja prufa nýja hluti. Það er í þjóðarsálinni. Við megum  heldur ekki gleyma að Hagar reka þjóðþrifafyrirtæki sem heitir Bónus, fyrirtæki sem að hefur skilað fólki raunverulegri kjarabót.

Það er ljóst að Costco er ekki komið til Íslands til þess eins að gleðja neytendur heldur til þess að hámarka hag sinna eigenda sem eru útlendir og ekkert rangt við það. Hagar eru hins vegar fyrirtæki á íslenskum hlutabréfamarkaði og stórir eigendur eru lífeyrissjóðirnir sem að eru fulltrúar íslenskrar alþýðu. Auðvitað hefur verið góður hagnaður af matvöruverslun á Íslandi á síðustu árum og er það vel en fyrirtæki sem þjóna almenningi hvað mest verða að sýna samfélagslega ábyrgð í verki.

Fögnum ekki of snemma og gleymum ekki að bursta  tennurnar áður en við leggjumst á koddann í kvöld. Sjónarmið eigenda Costco og aðgerðir þeirra í þágu íslenskra neytenda hafa ekki verið í sviðsljósinu heldur frekar hvað þeir í Garðabæ ætla að gera til þess að liðka fyrir málum, skiljanlega því þar eru um gjaldstofn að ræða. Fjölbreyttara vöruúrval auk meiri og betri samkeppni er lykill að bættum hag neytenda til lengri tíma litið.

Rétt er að geta þess að undirritaður er hluthafi í almenningshlutafélaginu Högum.

 

 


mbl.is Reglur um merkingar stoppuðu Costco
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kaupmannaklíkan kemur til með að drepa i Costco ef þeim finnst að þeir tapi einhverju magni af kúnum.

það þarf ekki nema að horfa á hvað er að gerast hjá Kost sem er lítil eftirlíking á Costco.

kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.1.2015 kl. 22:25

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Er minnið þitt svona tilfallandi eða er það af ásettu ráði að bara er minnst á Bónus? Ekki alls fyrir löngu ráku Hagar líka 10 - 11 verslanirnar sem eru dýrustu búllur bæjarins eins og maðurinn sagði..annað sem ég er ekki sammála þér með er síðan hvenær voru lifeyrissjóðir eign almennings... eign almennings er eitthvað sem almenningur hefur þá yfir að ráð og segja með, það eru sko örugglega minn kæri ekki lífeyrissjóðir landsmanna. Læt svo lokið minni neikævæðni í garð þessa pistils og bíð eftir Costco komi...ekki það að ég eig eftir að versla þar, sem er þó ekki víst heldur bíð ég eftir að Bensín sala þeirra fari af stað.. þar gæti orðið um mikla samkeppni að ræða grunar mig (eða vona)

Sverrir Einarsson, 25.1.2015 kl. 18:05

3 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Sælir drengir.

Ísland hefur breyst. Kaupmaðurinn á horninu hefur látið undan síga í kjölfar þjóðfélagsbreytinga. Auðvitað er ég sammála þér Jóhann að hagsmunaaðilar passa sitt enda er það eðli slíkra hreyfinga að líta eftir hagsmunum félagsmanna. Svona eins og samvinnuhreyfingin forðum. Ekkert rangt við það heldur. Ísland er opið land og tiltölulega opið þegar kemur að stofnun rekstrar.

Sverrir ég er að ræða um Haga eftir að þeir fóru á hlutabréfamarkað. Pistillinn hefur ekkert um dýrustu búllur bæjarins að gera enda ríkir lýðræði á matvörumarkaði þ.e. neytandinn getur valið hvar hann verslar og hvaða vöru. Bónus hefur verið með lágt verðlag sem að hefur komið heimilunum í landinu til góða. Það eru góðar fréttir?

Ég sagði í pistlinum að ég fagnaði samkeppni enda hafa Hagar góða stöðu og aukin samkeppni ætti að leiða til betri niðurstöðu fyrir neytendur þar sem að stjórnendur að starfsfólk íslenskra fyrirtækja á matvörumarkaði verða að gera betur.

Til þess að skýra mál mitt um hluthafana þá er rétt að geta þess að fimm stærstu hluthafarnir eru lífeyrissjóðir en í heildina eru 10 lífeyrissjóðir í hópi 20 stærstu hluthafanna með nærri 50% af útgefnu hlutfé félagsins. Afkoma lífeyrissjóða skiptir því almenning í landinu gríðarlegu miklu máli og þær fjárfestingar sem að þeir eru aðilar að. Lífeyrissjóðir eru hagsmunasamtök félagsmanna sinna og það er engir eigendur eins og í hlutafélagi. Auðvitað má alltaf deila um lýðræðið í slíkum félögum en það er oft svo í hagsmunasamtökum að 5% taka ákvarðanir fyrir hin 95%. Allir félagsmenn í hagsmunasamtökum geta tekið þátt í starfi þeirra. Til að þetta skiljist allt saman þá starfa lífeyrissjóðir í þágu félagsmanna sinna svona rétt eins og hlutafélög í þágu hluthafa sinna.

Kveðjur bestar

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 26.1.2015 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband