Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Af tölvupósti manna í millum

Við lifum á tímum þar sem að tölvurnar hafa völdin og tölvupóstarnir eru mál málanna. Fólk skrifar tölvupósta oft í hugsunarleysi og lætur þá oft gamminn geysa án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Stundum gerist það að tölvupóstur sem að maður sendir á ákveðinn einstakling er svarað og síðan jafnvel áframsendur á aðila sem ekkert hafa að gera með tölvupóstinn og innihald hans að gera.  Því miður er Jónínu Ben. málið svokallaða einn angi af slíku máli og það er sorglegt þegar að trúnaðarupplýsingar ná að leka út til fjölmiðla sem að síðan birta tölvupóstinn í heild sinni án þess að til þess væri ætlast. Það er raunar vel skiljanlegt að Jónína Ben. sé núna kominn með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu enda um prinsipp mál að ræða fyrir þorra íslendinga. Fólk verður að geta treyst því að gögn sem send eru með tölvupósti séu meðhöndluð með þeim hætti að sómi sé að. Þetta mál snýst ekki eingöngu um Jóníu heldur allra þeirra sem þurfa að geta treyst á friðhelgi einkalífsins í stað opinberrar birtingar.


Að læðast með veggjum

Maður fer sér hægt í vinnunni á morgun eftir að Ítalir voru slegnir út í Evrópukeppninni í fótbolta. Það er kannski ekki nema von að maður læðist með veggjum enda 6 ítalskir samstarfsmenn mínir sem að verða með hangandi haus á morgun og sennilega fljótir að snúa upp á sig ef eitthvað bregður út af. Þeir áttu svo sannarlega von a meiru síðastliðinn föstudag en svona eru nú íþróttirnar. Menn eiga alltaf von á betri úrslitum áður en lagt er af stað í leikinn. Af tvennu illu þá var skárra að Spánn ynni leikinn enda hefði ekki orðið svefnsamt hérna fyrir þeim ítölsku sem að hefðu þeytt bílflauturnar í alla nótt eins og þeirra er siður. Annars er ég fljótur að minna félaga mína á þá staðreynd að litla Ísland vann Ítalíu 2-0 hérna um árið og þá eru þeir fljótir að láta sig hverfa en það særir stolt þeirra ítölsku að tapa á fótboltavellinum. Nú er bara að vona að rétta liðið vinni keppnina en vandi verður um það að spá þar sem að besta liður vinnur helst ekki eins og dæma hafa sýnt eða hvað veit ég svo sem um fótbolta? 


Að lifa í loftkældum heimi

Kom frá Dubai í morgun eftir 10 daga eftir veru í arabíska furstadæminu. Það má segja að þeir lifi í loftkældum heimi þarna. Allar bifreiðar og íbúðarhús eru loftkæld og mikil orka fer í að viðhalda þessum loftkælda heimi. Þegar maður gengur út úr þessum loftkældu byggingum þá er eins og maður gangi á vegg þar sem að hitinn og rakinn taka völdin. Það eru einungis tvær árstiðir, sumar og vetur. Rakastigið er líka hátt og uppgufun frá sjónum er mikil og sest nánast þoka yfir öll háhýsin þarna. Annars var einstakt að sjá alla þá framþróun sem að heimamenn hafa unnið ötullega að og að sjá “pálmann” eða landþróunarverkefni þeirra heimamanna var einstakt. Það má sjá fjöldann að stórhýsum í byggingu eins og sést hérna að neðan. Ég held að íslenska fasteignabólan myndi blikna í samanburðinum.

DSC00497 

Það er greinilegt að menn hafa það gott í þessu ríki þar sem að þegnarnir greiða enga skatta og skólagangan er frí.og ef ég fer rétt með þá afsalta þeir sjóinn og breyta honum í vatn enda annað varla hægt sé tekið mið af verðurfarinu og náttúrulegum gæðum. Það var ótrúlegt að sjá allar byggingarnar sem eru í byggingu þarna og mikið var um erlent vinnuafl frá Indlandi og víðar. Það er líf í Dubai en áfengi var ekki veitt í opinberum veislum en hins vegar var ekkert mál að nálgast áfenga drykki á hótelunum.  Það eru þúsundir íbúða og húsa í byggingu í pálmanum svokallaða og ótrúlegt að sjá alla byggingarkranana og alla verkamennina að störfum.  Umhverfið virkar vestrænt og allar helstu verslanir eru með munaðarvörur eins og hver vill.  Því fer þó fjarri að maður gæti sætt sig við að lifa í loftkældum heimi til eilífðar þá er nú betra að biðja um fjórar hressilegar íslenskar árstíðir.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband