Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Úr eldhúsinu

Mikil umræða hefur verið um landsfund VG nú um helgina og sér í lagi var umræðan einatt um að hlúa að velferðarkerfinu. Sjá hér: http://www.visir.is/hvert-stefnir-vg--/article/2011710299983 Innan úr eldhúsinu heyrðist: ,,Er þetta grín!" Er þetta það sem að kemur úr smiðju flokks sem að hefur tökin í landsmálunum nú um stundir og hefur staðið fyrir hvað mestum niðurskurði frá því að Ingólfur nam land.


Social dumping

Ég átti áhugavert samtal við svissneskan verkfræðing í dag sem að tjáði mér að mörg svissnesk fyrirtæki væru farin að sækja ódýra verkfræðinga til Spánar enda eru þeir margfalt ódýrari en þeir svissnesku. Það er ekkert nýtt að stórfyrirtæki sæki vel menntað vinnuafl til lands sem að hefur gnægð af ódýru en vel menntuðu fólki, enda skapar slíkt meiri arð fyrir fyrirtækið og lækkar að auki launakostnað þess. Hugtakið ,,social dumping'' í Bretlandi hefur m.a. leitt til þess að stórar fyrirtækjasamsteypur hafa á síðustu árum sótt mikið af ódýru erlendu vinnuafli, t.a.m. frá Póllandi eins og þekkt er. Það má segja að Íslendingar séu orðnir Pólverjar norðursins og gott dæmi um ,,social dumping" enda leysa þeir af í vissum tilvikum dýrara vinnuafl af hólmi í nágrannalöndunum. Hér að neðan er hugtakið social dumping útskýrt:

http://www.eurofound.europa.eu/areas/industrialrelations/dictionary/definitions/SOCIALDUMPING.htm


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband