Múgæsing á Austurvelli

Það er erfitt að sitja í erlendu landi og fylgjast með þeim múgæsingi sem að hefur átt sér stað á Austurvelli í dag. Það er ljóst að lögreglan virðist ekki hafa ráðið við ástandið. Það er ljóst að við erum að fara inn nýja tíma þar sem að allt getur gerst. Það er þó lágmark að lögreglan hafi úrræði til þess að verja helstu stofnanir ríkisins og innviði stjórnkerfisins fyrir þeim sem hyggjast stunda skemmdarverk.

Það er skiljanlegt að fólk sé reitt og því sé stórlega misboðið en það er stigsmunur á milli mótmæla, óaldar og uppistands. Ég hef reyndar fylgst með slíkum mótmælum í Sviss og það er ljóst að Lögreglan hér myndi aldrei láta það líðast það sem sást á Austurvelli. Sennilega höfum við framleidd meira af skemmtiefni fyrir erlendu fjölmiðlana sem fylgjast grannt með ástandinu og flytja margir hverjir neikvæðar fréttir af ástandinu.

Það þarf að vopna lögregluna svo að hún hafi fælingarmátt. Kannski það verði best fyrir alla við sjáum að ofbeldisglæpir eru tíðir á Íslandi og margar alvarlegar líkamsárásir eiga sér stað. Í Sviss, þessu landi friðarins þá ganga ungir hermenn um stræti borganna með hríðskotabyssuna utan á sér, jafnvel inn á Mcdonalds og ekkert þykir sjálfssagðara. Sama gildir um lögregluna sem er vopnuð í sínu daglega amstri. Þetta virðist ekki pirra almenning sem að ber virðingu fyrir lögum og reglu, svona oftast nær. Það er hins vegar ljóst að Lögreglan í Reykjavík þarf að búa sig undir breytt landslag og ég skil ekki hvernig þessir lögreglumenn fást til þess að standa beint fyrir framan fjöldann og jafnvel inn á milli hans ekki vitandi hvað menn hafa í hyggju. Maður verður að taka ofan fyrir slíku fólki sem er í þjónustu okkar á viðsjárverðum tímum.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Og hefur þú þessa skoðun á því hvað gerðist á austurvelli í gær eftir áhorf íslenskra frétta??? Þá eru viðhorf þín skiljanleg.....þar sem íslenskir fjölmiðla menn hafa nú fellt græímurnar og sæynt svart á hvítu fyrir hverja þeir vinna. Það er ekki fólkið í landinu sem nýtur starfkrafta þeirra því miður. Lestu og skoðaðu blogg eins hjá Láru Hönnu þar sem þú getur séð með eigin augum myndir af friðsamlegum mótmælum þúsunda.

Já það eru alvarlegir hlutir að gerast hér heima..en sökudólgarnir eru ekki múgæstur almenningur heldur spillingaröflin sem leynast í hverjum króki og kima.

Bestu kveðjur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.11.2008 kl. 12:58

2 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Þakka athugasemdina. Ég

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 9.11.2008 kl. 13:15

3 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Þakka athugasemdina. Ég get skilið að fólk sé reitt og finnist því vanmáttugt í öllu þessi umróti og óvissu sem á sér stað. Ég hef ekkert á móti því að fólk mótmæli en það að kasta eggjum og öðru í eina af helstu stofnunum þjóðfélagsins er ekki gott fordæmi. Ég set heldur ekki allan almenning undir þennan hatt heldur hitt að það þarf að taka á þeim sem fara yfir strikið. Hver er skilaboðin frá fundinum núna, þau virðast hafa drukknað og látið undan þessu eggjakasti og skrílslátum. Ríkið skiptir okkur máli og ímynd þess skiptir líka máli, án þess þá fer virðing fyrir almennum gildum hnignandi í okkar þjóðfélagi og hvert stefnum við þá. Já ég get viðurkennt að mér líður illa að sjá gamla leikstaðinn í þessu ástandi. Já ég hef áhyggjur!

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 9.11.2008 kl. 13:20

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Mótmæli - Skipanir að ofan neyða lögreglu til að sýna vald?

Megum við búast við þessu næsta laugardag?

Ævar Rafn Kjartansson, 9.11.2008 kl. 15:11

5 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Heill og sæll Ævar,

Þetta er stóra spurningin? Ég vona ekki. Það er skylda lögreglunnar að vera til staðar þar sem að mannamót eru  haldin, sérstaklega þar sem að fjölmennir útifundir fara fram. Ég ætla að vona að fólk haldi stillingu sinni. Það er betra að hvetja til gagnrýninnar umræðu og fá stjórnmálamenn til þess að taka þátt í henni. Kjósendur hafa val sem þeir eiga skilyriðislaust að nota, rétt svona eins og þegar þeir versla í kjörbúðinni.

Kveðjur bestar

Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 9.11.2008 kl. 15:31

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég hef ofurtrú á Geir Jóni og síðast voru þetta nokkrir krakkakjánar. En ástandið er eldfimt þannig að lítið þarf til. Ég hef miklar áhyggjur af næsta laugardegi. Borgarafundurinn í Iðnó í gær var mjög vel heppnaður og að mestu leiti málefnalegur. Góður vettvangur fyrir reiðina.

Ævar Rafn Kjartansson, 9.11.2008 kl. 15:46

7 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Ég er sammála þér með Geir Jón. Maður getur ekki annað en dáðst af æðruleysi hans inn á milli allra þessara atburða. Það er verst að fylgjast með þessu svona utan frá en ég get sagt þér að ég tala við aðila víðsvegar úr heiminum daglega og þeir vita vel af ástandinu á Íslandi. Áður dáðust þeir af því að maður var frá litla Íslandi og því velferðarríki sem að það er vonandi enn. Ég  held að við höfum gjaldfellt framtíðina svona til skamms tíma þegar við settum Glitnisævintýrið af stað. Mér er alveg sama hvar í flokki menn standa en ég tel að sú atburðarrás sem að sett var í gang hafi skaðað Ísland enn meira og miklu meira heldur en menn gera sér í hugarlund.

Kveðjur Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 9.11.2008 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband