Af Trampe greifa og Gordon Brown

Sú aðgerð breska ríkisins að fara gegn íslenskum hagsmunum með hryðuverkalögfjöf til þess að leggja hald á eignir íslenskra banka er einstök.  Fyrr á tímum hefði slík aðgerð verið ígildi stríðsyfirlýsingar. Hvað sem öllu líður þá hefur aðgerð breskra stjórnvalda skaðað hagsmuni Íslands og íslenskra þegna. Það er ljóst að fullvalda ríki eins og hið íslenska getur ekki látið hjá líða að sækja rétt sinn og virðingu með því að fara lagaleiðina. Ísland hefur oft mátt þola ofríki grannríkja sinna og það þarf ekki fara langt aftur til þess að sjá að fáar þjóðir hafa stundað meira ofríki á hendur öðrum fullvalda ríkjum en hið breska.

Bandamenn okkar í vestri og vinaþjóðir í norðri hafa að mörgu leyti brugðist okkur á ögurstund eins og fjölmiðlar hafa tjáð okkur. Það er ljóst að sá skellur sem Ísland hefur orðið fyrir er sennilega einn af þeim stærstu sem að fullvalda ríki hefur orðið fyrir í Evrópu á seinni tímum. Frásagnir stærstu fjölmiðla heimsins taka af allan vafa.

Það er eins og við séum stödd inn í stóru landslagsmálverki þar sem að nýtt penslastrik breytir fyrri veruleika eins og ekkert sé.

Atburðir síðustu daga og vikna hafa fært okkur sönnur á að Ísland þarf að læra að standa á eigin fótum sem efnahagslega sjálfbært land. Spurningin er hvort að við höfum farið af taugum og sett okkur í aðstæður sem verða okkur margfalt dýrari en það að halda Glitni gangandi? Tíminn einn mun leiða í ljós hvað var rétt og hvað var rangt en nú skiptir máli að íslensk þjóð bogni ekki fyrir Brown og hans kumpánum. Við höfum kjark, þrek og þor til þess að standast yfirgang misviturra manna.

Kappar eins og Guðmundur Kærnested og Helga Hallvarðssyni voru í fylkingarbrjósti þegar íslenska landhelgin var varin, en þá sýndu menn  æðruleysi og kjark á ögurstund þótt stundum hafi verið við ofurafl að etja. Ég man ennþá peysuna sem að ég fékk með áprentaðri mynd af Guðmundi heitnum og ég klæddist henni oft enda stoltur af mínum manni sem að lét ekki vaða yfir íslenska hagsmuni. Þegar ég fór loksins í starfskynningu í grunnskóla þá valdi ég að dvelja hjá Landhelgisgæsluni og var stoltur af því af fá að fylgjast með þessum hetjum sem voru oft á síðum dagblaðanna.

Menn hafa áður steytt á skeri í samskiptum sínum við Ísland og vonandi fer eins fyrir Gordon Brown  eins og Trampe greifa hér forðum, þjóðin mun að endingu bera slíka menn ofurliði. Íslenska þjóðin er reið og sár vegna framkomu breska ríkisins og hún ekki sætta sig við neitt annað en að stjórnvöld fylgi þessu máli eftir af fullum þunga. Þjóðarstoltið leyfir ekki annað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband