Með lögum skal land byggja en ólögum eyða

Það er ljóst að gagnrýni Snorra Magnússonar, formanns Landssambands lögreglumanna, hleypir nýju lífi inn í umræðuna um framgöngu núverandi ráðherra og alþingismanna í aðdraganda hrunsins. Auðvitað var það svo að það var enginm vegur að ræða þessi mál af neinu viti í öllum æsingnum og umsátursástandinu sem skapaðist við Alþingi Íslendinga og Lögreglustöðina við Hverfisgötu. Eðli máls samkvæmt hlýtur Snorri að hafa sínar upplýsingar af viðtölum við lögreglumennina sem að stóðu vaktina við helstu stofnanir lýðveldisins á átakatímum. Er það ekki réttmæt krafa að þeir sem þjóna þegnum þessa lands, hafi til þess æru og vit til þess að sýna gott fordæmi, sérstaklega þegar aðsteðjandi hætta vofir yfir ríkisstjórn og almannaheill. Úr því að þessi gagnrýni hefur komið fram er þá ekki rétt að fjölmiðlar taki upp málið og fylgi því eftir á gagnrýnin hátt? Það er ekkert að borgaralegum mótmælum en það er fín lína á milli þess hægt er að flokka sem mótmæli og þess að rjúfa friðinn í réttarríki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband