Val á milli bænaturna og hernaðar

Svissneska þjóðin gengur enn og aftur að kjörborðinu í dag þegar að þjóðaratkvæðagreiðslur verða um tvö mál. Fyrsta málið er hvort leyfa eigi að byggja turna á moskur múslima sem að telja ca 160 hérna í Sviss. Flestar þessar moskur eru á iðnaðarsvæðum, afdönkuðum verksmiðjuhúsum o.s.frv. en múslimar eru ca. 4.5% þjóðarinnar. Stór hluti múslima kom upp úr 1990 með falli fyrrum Júgóslavíu og Tyrklandi en þeir þóttu hófsamir í öllu sínu. Svissneska þjóðin telur að spyrna verði við fótum núna enda séu kristin gildi á undanhaldi. Helstu andstæðingar bænaturnanna segja að ný tegund róttækra múslima sé að innleiða strangari siði í klæðaburði auk notkun höfuðslæðu hjá konum. Nokkrir þingmenn á hægri kantinum hafa sagt að þeir séu ekki á móti múslimum, en þeir hafni þeim pólitíska öfgastimpli sem til staðar er. Þeir sem eru ekki fylgjandi banninu segja að slíkt bann kunni að skaða ímynd Sviss erlendis og þá sérstaklega á meðan múslimskra ríkja.

Þó að það hafi ekki farið hátt í umræðunni þá selja svissnesk fyrritæki allnokkuð af vopnum og öðrum búnaði til hernaðar. Í dag er kjósendum einnig gefinn kostur á að tjá sig um þau mál og kjósa hvort leyfi eigi slíkan útflutning frá ríki sem að kennir sig við frið. Það er vonast til þess að konur styðji þá hugmynd af fullum krafti. Margur hefur hins vegar bent á að slíkt bann muni kosta þjóðarbúið þúsundir starfa og veikja jafnframt varnir Sviss gagnvart umheiminum. Það er talin vera lítil von á að þetta verði samþykkt hérna í þessu friðsama ríki þar sem að ungir hermenn ganga alvopnaðir með M16 riffilinn inn á Mcdonalds til þess að fá sér í svanginn á milli æfinga og þykir ekki mikið mál.

Það má segja að pólítíska kerfið í Sviss leyfir þjóðinni að fara með mál í þjóðaratkvæðagreiðslu ef nægilega margir samþykkja beiðni þar um. Kannski að við Íselndingar getum eitthvað lært af þessari skrýtnu þjóð í alparíkinu Sviss sem er ímynd hreinleikans og Heiðu litlu. Þeir eru jú rétt eins og við Íslendingar með kross í fána sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband