Staðfestir óvissu um eignir gamla Landsbankans

Þessi niðurstaða sýnir að það er mikil óvissa í gangi um margar af eignum Landsbankans og fyrirsjáanlegar lagaflækjur og málaferli til margra ára eru í pípunum ef fram fer sem horfir. Slíka óvissu er ekki hægt að láta þjóðina bera ábyrgð á enda veit engin ennþá hverjar ICESAVE byrðarnar verða á endanum. Fyrst og fremst hefur þessi frétt sýnt að óvissan er mikil og margt hefur ekki ekki litið dagsljósið vegna starfssemi gamla Landsbankans.


mbl.is Bankinn fær ekki eignirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt að það ríkir óvissa um eignir Landsbankans -- það hefur alltaf legið fyrir og þessi dómur um eignir þrotabús Landsb. í Lúxembúrg breytir litlu þar um -- en það ríkir engin óvissa um hvað gerist ef við samþykkjum ekki ábyrgð okkar í Icesafe: engin lán (hvorki frá AGS né Norðurlöndum), ekkert traust á erlendum mörkuðum, uppsögn EES-samnings með hækkun tolla á íslenskar útflutningsvörur, o.s.frv. Síðasta atriðið er mikilvægt að hafa í huga því að Icesafe deilan snýst um EES-samninginn en ekki inngöngu í ESB, sem hefur ekki enn verið samþykkt og allsendis óvíst er að nokkurn tíma verði samþykkt.  

Pétur (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 11:56

2 Smámynd: Skaz

Pétur, það er alveg jafnmikil óvissa um framtíð okkar ef við SAMÞYKKJUM Icesave dílinn í óbreyttri mynd. Hann býr til lang tímaóvissu og þar með ekki að búa til neytt spes traust á íslenskum fjárfestingum þ.e.a.s íslenskum fyrirtækjum og ríkinu þar sem að þessir aðilar munu búa við það að skulda mikið og ekki taldir hafa lánstraust fyrir frekari lánum, s.s. til endurfjármögnunar á gömlum skuldum teknum á óraunhæfu gengi góðærisins...

Skaz, 11.7.2009 kl. 15:58

3 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Það er sérstakt að starfa í alþjóðlegu umhverfi þessa dagana og því háttar þannig hjá mér að Hollenskir samstarfsmenn mínir hafa ekki vandað mér kveðjurnar út af ICESAVE og í þeirra huga er það klárt að ábyrgðin sé Íslands. Það er versta er að saklaust fólk tapar vegna þess að eftirlitið var slakt og regluverkið var meingallað. Einn stærsta vandamálið með fjármálakreppuna er sú staðreynd að þjóðir reyndu ekki að vinna saman að lausnum heldur einangruðu sig við eigin hagsmuni og eigin forsendur. Þegar upp er staðið tapa allir. Er það réttlæti að ein þjóð sem er aðili að innri markaði ESB beri ábyrgð á gölluðu regluverki og ábyrgist meira en tryggingar ná til? Bara vaxtabyrðin er slík að hún hindrar frekari framgang íslenska velferðarkerfisins. Þegar svona veigamikil ákvörðun sem að snertir framtíð barna okkar og framtíðarhagsmuni Íslands þá er ekki óeðlilegt að þjóðin fái að segja sitt álit á samningnum? Íslenska ríkið hefur þegar brugðist og skaðinn er skeður, ímynd okkar á fjármálaö og eignamörkuðum er döpur þessi dægrin og það endurspeglast í skuldatrygginarálagi banka sem og íslenska ríkisins. Spurningin núna er hvort að við viljum að íslensku þjóðinni verða stjórnar utan frá um ókomna tíð? Það verður fróðlegt að sjá.

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 11.7.2009 kl. 16:44

4 identicon

Því miður held ég að hollenskir vinir þínir hafi mjög mikið til síns máls (enda er það örugglega ekki af gamni sínu sem tvær ríkisstjórnir í röð hafa komist að þeirri niðurstöðu að okkur beri að greiða innistæðutryggingar Icesafe). Það er líka nokkuð ódýrt að kenna regluverki ESB um sinnuleysi íslenskra ráðamanna. Vissulega höfðu seðlabanki, fjármálaeftirlit og stjórn úrræði til að hemja bankana og örugglega hefði málstaður þeirra verið sterkari ef þau hefðu sinnt aðvörunum hollenskra og breskra yfirvalda. Þess í stað reyndu þessi yfirvöld sitt ýtrasta til að sannfæra kollega sína um að allt væri í himna lagi. Hollendingum og Bretum finnst því -- og ég er viss um að flestir nágranna okkar eru sama sinnis -- að Íslendingar hafi hagað sér eins og frek og óþekk börn og þeim veiti ekki af hirtingu. Það leitt að hirtinginn lendir á saklausu fólki, þ.e. þeim sem eiga að borga brúsann að áratug liðnum, en þannig er það nú oft.

Pétur (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 17:25

5 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Vilji ríkisstjórna er auðvitað fólgin í því að hámarka hag viðkomandi ríkis og það væri feigðarráð fyrir bresku og hollensku ríkisstjórnirnar að koma öðruvísi fram en þær gerðu og þær gátu í raun ekki komist að annarri niðurstöðu. Það breytir samt ekki staðreyndum málsins að íslenska þjóðin mun bera meiri byrðar en eðlilegt getur talist og meiri heldur en innistæðutryggingarnar segja til um. Að auki hefur verið sýnt fram á að samninganefndin íslenska hafi kvittað undir 30 milljarða aukaagreiðslu þ.e. vexti eftir að Bretar og Hollendingar greiddu út innistæðurnar á ICESAVE reikningunum einum. Auðvitað er þetta sambland af gölluðu regluverki og ónógu eftirliti. Við getum ekki skorast udan því að við berum ábyrgð líka og við verðum að draga lærdóm af því sem gerðist. Hagsmunir lands og þjóðar eru miklir nú um stundir og það er ekki boðlegt að ICESAVE málið sé keyrt í gegn í gegnum á stuttum tíma án þess að allar staðreyndir liggi fyrir.

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 11.7.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband