ICESAVE, ÓLAFUR OG FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ

Hér að neðan fer yfirlýsing forseta Íslands vegna fjölmiðlafrumvarpsins fræga. Frumvarps sem var sagt mynda djúpa gjá á milli þings og þjóðar.  

Það er ekki óeðlilegt að velta því fyrir sér hvort að forseti Íslands muni blanda sér inn í Icesave málin miðað við yfirlýsingu hans hér að neðan og svo vegna stöðunnar sem uppi er í þjóðfélaginu útaf Icesave málinu. Miðað við mikilvægi málanna, þ.e. fjölmiðlafrumvarpið sem að snerti tiltölulega lítinn hluta þjóðarinnar þá er Icesave málið stórt að umfangi, það varðar framtíð heillar þjóðar og barnanna sem erfa munu landið.

Yfirlýsing Ólafs Ragnars er svohljóðandi:

"Í yfirlýsingu minni 2. júní 2004 var áréttað að mikilvægt sé að lagasetning um fjölmiðla styðjist við víðtæka umræðu í samfélaginu og almenn sátt sé um vinnubrögð og niðurstöður. Sjálfstæðir og öflugir, fjölbreyttir og frjálsir fjölmiðlar séu hornsteinar lýðræðisins.

Alþingi hefur nú fellt úr gildi lögin sem ollu hörðum og langvarandi deilum og mynduðu djúpa gjá milli þingvilja og þjóðarvilja.

Það er andi íslenskrar stjórnskipunar að túlka beri stjórnarskrá og lagareglur á þann veg að sem mest sátt takist í samfélaginu.

Í anda slíkrar sáttar hef ég ákveðið að staðfesta lagafrumvarpið sem fellir úr gildi fjölmiðlalögin nr. 48/2004.

Bessastöðum, 27. júlí 2004

Ólafur Ragnar Grímsson"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband