Að koma á utanríkisverslun að nýju

Það má segja að Ísland sé orðið einangrað og það sést best á því að hér hefur verið komið á skömmtunarkerfi með gjaldeyri sem að tekur mið af núverandi gjaldeyrisþurrð, svo hitt að trúverðugleikinn á íslenskt hagkerfi er lítill um þessar mundir. Það skiptir höfuðmáli á að koma gjaldeyriskerfinu í gang því hver dagur án virks gjaldeyrismarkaðar er dýrmætur í þeirri stöðu sem við erum í núna. Hundruð milljarða hafa brunnið upp með þjóðnýtingu bankanna eins og hefur komið fram í fréttum. Ef að frjálst flæði fjármagns, vöru og þjónustu kemst ekki á, þá þurfum við ekki að bíða lengi eftir því að það litla traust sem að menn hafa á íslenskum fyrirtækjum hverfi ekki alveg.

Neikvæð áhrif á þjóðnýtingu bankanna mun meðal annars birtast í því að íslensk fyrirtæki munu þurfa að fjármagna sig á nýjan hátt og það mun hafa áhrif á viðskiptaumhverfið og hag hins almenna borgara. Það er einnig áhyggjuefni að skuldsetning íslenskra fyrirtækja og heimila er mikil og það eykur enn á óvissuna.

Því lengur sem að óvissa ríkir þeim mun líklegra er að minna fáist fyrir eignir bankanna og það er mikilvægt að stjórnvöld komi með skýrar og afgerandi aðgerðir til þess að skapa ró og jafnframt trú á íslensku hagkerfi. Íslensk fyrirtæki og íslenskur almenningur þarf að geta staðið við skuldbindingar sínar í útlöndum til þess að geta viðhaldið orðspori sínu í viðskiptum og það getur ekki beðið lengur að óheftum gjaldeyrisviðskiptum verði komið á aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband