Ímyndarskaðinn varanlegur í útlöndum

Það er nokkuð sérstakt að tala heimsálfa á milli þessa dagana og greinilegt að menn vita af ástandinu á Íslandi. Síðasta samtal mitt í dag var við starfsmann okkar í Grikklandi sem að tjáði mér að það hefði verið viðtal við 3 Grikki í grísku sjónvarpi um það hvernig þeim reiddi af á Íslandi. Þessi félagi minn hélt að Ísland væri orðið gjaldþrota og umræðan er öll í þá áttina. Hún Antonella á skiptiborðinu sagði í dag við mig ,,I know of the problems in Iceland but you are receiving so many calls because of this!".  Það biðu vinir og kunningjar eftir því að fá að tala við mig til þess að fá að vita af ástandinu á Íslandi enda hafa erlendir miðlar verið uppfyllir að fréttum um fall bankanna.

Það er alveg klárt í mínum huga að ímyndarskaðinn í útlöndum er mikill og varanlegur. Það skiptir miklu máli að byrjað sé að matreiða jákvæðar fréttir af íslenskum efnahag, menntunarstigi þjóðarinnar, endurnýjanlegri orku og markvissri nýtingu á auðlindum okkar til þess að vinna bug á neikvæðu fyrirsögnunum sem að tröllríða öllu um Ísland þessa dagana.

Íslensk stjórnvöld verða að vinna markvisst að þessum málum. Við þurfum ekki nefnd til þess að vinna að málunum við þurfum fagfólk í okkar þjónustu strax þar sem að miklir viðskiptahagsmunir eru í húfi á mörgum vígstöðvum. Það er of seint að bregðast við í framtíðinni það þarf aðgerðir strax frá fyrsta degi og því miður hef ég það á tilfinningunni að við séum að fara halloka og við skynjum ekki aðstæðurnar frekar en aðdragandann að falli fjármálakerfisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband