Af kjöri til framkvæmdastjórnar Alþjóða Ólympíunefndarinnar

Það hefur verið í mörgu að snúast hjá Alþjóða Ólympíunefndinni (IOC) á meðan á Ólympíuleikarnir í Peking fóru fram. Kjör til framkvæmdastjórnar hefur ekki hlotið mikla umfjöllun en það er rétt að geta þess að Bretar fengur ekki sinn mann kjörinn í framkvæmdastjórnina, Sir Craig Reddie, þrátt fyrir að hann hafi verið að reyna í annað skiptið að komast inn. Bretar hafa ekki átt fulltrúa í framkvæmdastjórninni í meira en hálfa öld, og það verður líka að teljast mjög sérstakt þar sem að næstu leikar fara fram í London 2012. Það er ljóst að þetta mun verða atriði sem að Bretar mun taka á í framhaldinu, enda einstök staða komin upp þar sem að enginn fulltrúi er frá framkvæmdaaðilum í æðstu stjórn Alþjóða Ólympíunefndarinnar, en það hafa verið óskrifuð lög að svo hafi verið. Ein kona var kjörin í framkvæmdastjórnina Nawal El Moutawakel frá Marokkó fyrrum gullverðlaunahafi frá Los Angeles leikunum 1984 en hún var jafnframt fyrst arabískra kvenna til þeirra afreka. Í dag er hún eina konan í selskap með 15 körlum. Þessi staða og mismunur á milli kynjanna eru náttúrulega neikvæð skilaboð og það er ljóst að Alþjóða Ólympíunefndin verður að taka á þessu, en erfiðleikarnir liggja náttúrulega í menningu og arfleið marga aðildarríkjanna þar sem að konur eiga erfitt með að starfa á opinberum vettvangi. Það má með sanni segja að Alþjóða Ólympíunefndin hafi fullnægt algjörum lágmörkum með þessari aðgerð og skilboðin út á við eru ekki jákvæð.

Þessir voru kjörnir í framkvæmdastjórnina í Peking og sitja næstu 4 árin:

Forseti IOC:  Jacques Rogge, Belgíu (2001)

Varaforsetar: Lambis Nikolao, Grikklandi (2005)

Chiharu Igaya, Japan (2005)

Thomas Bach, Þýskalandi (2006)

Zaiquing Yu, Kína (2008)

Meðlimir: Gerhard Heiberg, Noregi (2007)

Denis Oswald, Sviss (2008)

Mario Vazquez Rana, Mexíkó (2008)

Rene Fasel, Sviss (2008)

Richard L. Carrion, Puerto Rico (2008)

Ser Mian NG, Singapúr (2005)

Mario Pescante, Ítalíu (2006)

Sam Ramsamy, S-Afríku (2006)

Nawal EL Moutawakel, Marokkó (2008)

Frank Fredericks, Namibíu, (2008)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband