Fem...in....eistar

Það hefur verið átakanlegt að fylgjast með umræðunni um starfsmann KSÍ, og hvernig honum hefur verið hreinlega sturtað niður í fjölmiðlum landsins. Það er einkennilegt að sjá, að fjölmiðlar sem að hafa staðið sig illa í því að fjalla um íþróttir hafa farið hamförum í málinu. Ég man þá tíð þegar ég starfaði hjá mínu sérsambandi á Íslandi að það var erfitt að fá fjölmiðla til þess að greina frá helstu atburðum líðandi stundar, jafnvel þó svo að um úrslitaleiki væri að ræða. Yfirleitt voru fréttatilkynningar og fjölmiðlaefni afgreitt í einni til tveim línum, en það var þá og mér sýnist ástandið ekki hafa lagast mikið síðan. Ég sé það núna að stóru mistökin voru kannski það að hafa ekki femínista mér við hlið en þeir virðast kunna tökin á fjölmiðlunum.

Auðvitað hafa femínistar eins og allir aðrir rétt á því að segja sína skoðun á málum, en það er nokkuð sérstakt að hreyfingin fordæmi stærsta sérsambandið á Íslandi fyrir ógöngur eins starfsmanns, án þess að skýra rök sín með afgerandi hætti.  Það er ekki ósanngjarnt að ætla að þeir sem fara mikinn í gagnrýni sinni og ráðast svo heiftarlega að einum varnarlausum einstaklingi komi með lausnir og innlegg inn í umræðuna sitjandi við borð í stað þess að vera senda út stríðsyfirlýsingar.

Á sama tíma og þessu fer fram hefur t.d. Pressan einn æsilegast kvennmann landsins birtandi ,,bónusmyndir" af sjálfri sér, http://www.pressan.is/AsdisRan/Lesa_Asdisi_Ran/bonusmynd-vikunnar og markmiðið eitt að auka athyglina og selja miðilinn. Ég segi nú bara eins og Stormskerinn, ,,Þetta er nú meiri ófriðarsúlan" sem að Svissararnir hafa sent okkur. Jæja, við skulum vona að eitthvað gott komi út úr allri þessari umræðu og vonandi man fólk að baki umræðunni er fólk svona rétt eins og við sjálf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Það er ekki hægt að rökræða við femínista útkoman er og verður alltaf ERROR

Jóhann Kristjánsson, 23.11.2009 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband