Ferðir sem ekki verða metnar til fjár

Grand Palace
Grand Palace Bangkok

Ég hef ekki bloggað lengi enda hefur maður haft í mörgu að snúast. Ég náði þó að komast heim í sumar eftir mikil ferðalög. Landið var einstaklega bjart og fagurt yfir að líta.  Einstakt tíðarfar, fögur fjallasýn og margar sundlaugarferðir léttu lundina. Staðreyndin er alltaf sú að flestir vilja aftur til Íslands, sérstaklega eftir langa útiveru. Ég hitti mann og annan og bar saman bækurnar við vini og vandamenn auðvitað með misjöfnum árangri eins og vænta mátti. Maður getur aldrei verið allra. Margur er að laga sig að nýjum aðstæðum eftir stóra,,skellinn". Erindi þessa pistils er ekki að að halda á lofti umræðunni um vandamálin heima, enda halda margir bloggarar og blaðamenn þeirri hringekju gangandi, frekar ætla ég að greina frá því sem á daga mína hefur drifið.

Árið hefur verið í senn viðburðaríkt og annasamt fyrir mig. Ég hef náð að  ferðast til Dómínikanska Lúðveldisins og séð fyrir heimaslóðir Kólumbusar og nýja heimsins, sótti heim Egyptaland og sá eitt af sjö undrum veraldrar þegar ég sá pýramídana á Giza svæðinu innan- og utan frá. Í apríl sótti ég heim Japan þar sem við settum nýtt þróunarsetur af stað og var það vel. Fékk gistingu upp á gamla japanska mátan á sjálfu gólfinu.

DSC00805 

Frá Yoyogokarta Indonesíu

Í mars sótti ég síðan Indónesíu heim og flaug 17 flug á aðeins 19 dögum, sótti heim Jakarta, Yoyogokara, Aache hérað, Bali svo dæmi séu nefnd. Það var hreint ótrúlegt að sjá verksummerkin eftir flóðbylgjurnar, en hamfarirnar í Yoyogokarta eru vegna tíðra jarðskjálfta sem að hafa eyðilagt margar byggingar. Vandamálin á Íslandi virka smávægileg miðað við það sem maður sá.

Ég fór til Taílands í október til þess að fylgja eftir verkefnum okkar með ríkisstjórn Thailands í Satoon, Krabi, Pukhet og Rangoon. Ferðin um vesturströnd landsins sýndi að mikið hefur áunnist í uppbyggingarstarfinu eftir flóðbylgjurnar. Stór skörð hafa þó verið höggvin víða í landslagið. Ég mun fara aftur til Thailands nú í nóvember til þess að sjá hverju við höfum komið til leiðar þrátt fyrir að vera ekki sérfræðingar í uppbyggingarstarfi á hamfarasvæðum. Við höfum lært mikið á því að taka þátt  í þessum uppbyggingarverkefnum og skynjað að þolinmæðin er lykilatriði ef árangur á að nást í uppbyggingunni.

Já, árið 2009 hefur svo sannarlega gefið mér mikið en ég hef farið víða og séð margt. Ég hef náð að vera sendiherra fyrir íþrótt mína, hitt ráðherra og önnur fyrimenni, blandað geði við óbreyttan almúgan, glaðst yfir árangri okkar jafnhliða því að fyllast sorg yfir óyfirstíganlegum áföllum sumra. Síðustu mánuðir hafa verið fullir af lifandi reynslu og ferðirnar verða ekki metnar til fjár heldur lifandi reynsla sem mun lifa innra með mér. Er það ekki einmitt kjarni málsins nú á tímum að sjá verðmætin eru fólgin í fólkinu sjálfinu og viðburðum líðandi stundar.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband