Af Begga bónda

Begga bónda var mikið niðri fyrir í kvöldfréttum Sjónvarpsins í kvöld. Hann skaut föstum skotum á formann sinn Steingrím J. fjármálaráðherra. Beggi er í sömu sporum og margir aðrir sem að lögðu nafn sitt undir í kosningabaráttunni - voru sviknir og sviku út í nafni málstaðar VG. Beggi hefur verið harður talsmaður íslensks landbúnaðar og líklega verður bóndinn að bregða sér af bæ og sækja að sínum manni fyrir sunnan ef hann ætlar að vera samkvæmur sjálfum sér. Auðvitað þýðir ekkert að gráta í kvöldfréttum Sjónvarps menn verða hreinlega að flytja sig á milli bása. Það var nú einu sinni Kruschev sem á að hafa sagt að stjórnmálamenn væru allsstaðar eins, þeir lofuðu að byggja brýr, jafnvel þar sem að engin væri áin. Það er greinilegt að atkvæðagreiðslan hefur ekki bara varpað skugga á trúverðugleika VG jafnvel þó svo að þingmenn flokksins reyni að klóra í bakkann. Það er líka með miklum ólíkindum hvað fjölmiðlar eru linir að krefjast afdráttarlausra svara og skýringa sem kjósendur eiga rétt á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband