Í kápu í ræðustól á Alþingi

Að koma til dyranna eins og maður er klæddur er vel þekkt í íslensku máli það er þó rétt að taka fram að ég er enginn sérfræðingur hvað það varðar. Það hefur vakið athygli mína sú breyting sem hefur átt sér stað í störfum Alþingis þá sér í lagi reglurnar um klæðaburðinn, reyndar er ég meira fyrir það að halda í hefðir eins og bindisskylduna og messuna þar sem biskup Íslands blessar ríkisstjórn og þingheim og óskar hlutaðeigandi velfarnaðar í störfum fyrir land og þjóð. Tímarnir breytast og mennirnir með en kannski er maður af gamla skólanum þegar að maður vill halda í hefðirnar.

Það vakti athygli mína að hæstvirtur Iðnaðarráðherra mætti í ræðustól Alþingis þegar umræður um stefnuræðu forsætisráðherra fóru fram og flutti ræðu sína í ljósbrúnni kápu, þeirri sömu kápu og hún heilsaði Utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna í eins og myndir Morgunblaðsins á blaðsíðu 13 sl. þriðjudag sýna. Kápan er ekki málið heldur sú smekkleysa að flytja ræðu úr ræðustól Alþingis í yfirhöfn er nokkuð sem að ég hef aldrei séð áður. Er þetta ekki smekkleysa eða er þetta kannski hluti af því sem koma skal? Maður vandist við það sem ungur maður að greiða sér og laga sig til þegar að maður fór í sunnudagsskólann kannski var það tákn um virðingu fyrir umhverfinu og óskrifuðum siðareglum þess tíma. Þingmenn sem að koma oft fram opinberlega ættu að huga að fatavali sínu og útliti, kannski hefði tíma þeirra þingmanna sem að tóku ekki þátt í kirkjuathöfninni fyrir þingsetningu verið betur varið hjá stílista, enda sýnist mér ekki veita af!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Það er það skemmtilega við bloggið, að detta inná hinar og þessar síður, sumar eru svo lesnar aftur og aftur. Svo dúkkar löngunin til að kommenta upp hér og þar, eins og að leggja sitt af mörkum í samræðum. Hér varð ég að tjá mig aðeins.  Ég ólst nú upp við að vera í sparifötum á sunnudögum og þó að svoleiðis sé nú löngu hætt hjá landanum yfirleitt þá viljum við örugglega flest að þingmenn séu vel klæddir. Það er alveg staðreynd að fötin skipta máli.  Ég tók einmitt eftir kápunni og finnst að það mætti alveg spá aðeins í stíliseringunni. Nú er þetta orðið allt of langt komment, eiginlega hálfgert blogg í bloggi og því er mál að hætta

Anna, 23.5.2009 kl. 06:09

2 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Heil og sæl Anna! Kannski er maður af gamla skólanum en það er lágmarkskrafa að þeir sem koma fram fyrir alþjóð reyni að huga að útlitinu. Það er slæmt ef menn gefa hefðum langt nef en ég held að kápan hafi gert útslagið fyrir mig og er ég hissa að fleiri hafi ekki tjáð sig um málið, sérstaklega fjölmiðlar!

Kv. Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 23.5.2009 kl. 12:22

3 Smámynd: Anna

Afsakaðu Guðmundur þó ég spyrji svona hér fyrir alþjóð á blogginu, en hringir bekkur 4-C einhverjum bjöllum hjá þér ?

Anna, 23.5.2009 kl. 19:29

4 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Anna, ef þú ert að vísa á Grundarstíginn þá man ég enn eftir einhverju þar!

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 23.5.2009 kl. 22:02

5 Smámynd: Anna

Nákvæmlega þannig

Anna, 23.5.2009 kl. 23:16

6 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Já Anna, gott mál en ég vissi ekki að þú litir svona út í dag!

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 24.5.2009 kl. 02:03

7 Smámynd: Anna

Nei auðvitað ekki

Anna, 24.5.2009 kl. 10:10

8 identicon

Þetta blogg mitt er nú hvorki fugl né fiskur, bara mest svona mér til gamans og myndin fannst mér  algjört aukaatriði og ég hef aldrei komið því í verk að breyta henni.

En að öðru, -  eftir  að hafa "ígrundað málið gaumgæfilega "  ákvað ég að gerast svo djörf að athuga hvort það væri ekki sá sem ég kannaðist við sem bloggaði undir  "Sögur af landi" . Gaman að rekast svona  á þig Guðmundur  

Hafðu það sem allra best, kveðja Anna.

Anna G. (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband