Þjóðin komin á þing

Jæja þá er þjóðin komin á þing ef svo má til orða taka en Borgarahreyfingin náði góðum árangri í nýafstöðnum alþingkosningum. Á engan er hallað þótt sagt sé með réttu að hreyfingin hafi brotist fram í kreppu, og eins og önnur afkvæmi kreppunnar þá eru slík börn oft á tíðum harðger og líkleg til þess að fara óhefðbundnar leiðir eins og sást best í upphafi þings þegar að hreyfingin samdi sig til áhrifa. Það er reyndar þekkt að borgarahreyfingar hafa lengi náð þokkalegum árangi víða um lönd og það má ekki gera lítið úr því að menn reyni að komast til áhrifa, það er eðlilegt.

Það má kannski segja í gríni að Borgarahreyfingin hafi lagt sjálfa sig niður í dag því að þegar rýnt er í málefnaskrá flokksins: http://www.borgarahreyfingin.is/stefnan/ þá eru þar mörg göfug markmið og í endan segir:

Borgarahreyfingin leggur sig niður og hættir störfum þegar þessum markmiðum hefur verið náð eða augljóst er að þeim verður ekki náð.

Ég held að Borgarahreyfingin verði að taka sig alvarlega og fjarlægja komment sem þetta út af heimasíðu sinni enda verða pólitískt kjörnir fulltrúar að reyna að hafa áhrif til hins betra en ekki hætta strax á fyrsta borði eins og skilja má ummælum hérna að ofan. Lýðræðið á götunni er oft annað og meira heldur en það sem fer fram í þingsölum og því eiga menn eftir að kynnast á komandi þingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband