Lýðræðið í kjörklefanum

Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur upp úr kjörkössunum í kvöld. Það virðist hafa hlakkað í mörgum enda hyllir í vinstri vegferð ef svo má segja. Það er kannski of snemmt að fagna eins og heyrst hefur á sumum stjórnmálamönnum. Það er ennþá langt í land og það veit engin fyrr en í stjórnarmyndurviðræður er komið hvað mun gerast og hver málefnasamningurinn verður. Það er lágmarkskurteisi í lýðræðisríki að stjórnmálaforingjar gefi ekki út yfirlýsingar fyrr en búið er að telja upp úr kössunum. Það ræðst síðan vætnanlega á málefnum hvaða stjórn verður mynduð, eða er það kannski bara óskhyggja? Eru menn kannski búnir að klára málin áður en kosningunum er lokið og heitir það að ganga óbundinn til kosninga?

Það er ljóst að margur er með væntingar, jafnt einstaklingar, fjölskyldur sem fyrirtæki. Það er ljóst að það er oft stutt á milli hláturs og gráturs og engin er tryggingin fyrir því að kjörklefalýðræðið skili því sem menn ætla. Við verðum að bíða og sjá en það er alltaf lýðræði í kjörbúðinni þar sem menn geta valið það sem þeir vilja og greitt fyrir. Lýðræðið í kjörklefanum er eitthvað annað!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband