Barnaborgin með Icelandair

Fékk skemmtilegan póst frá Vildarklúbbi Icelandair þar sem mér stóð til boða að kaupa ferð á sérstöku afsláttarverði fyrir börn en sá galli er á gjöf Njarðar að upphafið á ferðinni er bundið við Ísland. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skiptið sem að þetta ágæta félag mismunar viðskiptavinum sínum sem að eru búsettir erlendis. Það hljóta að vera þúsundir Íslendinga sem eru búsettir erlendis með börn á sínu framfæri. Það er ljóst að þeim er mismunað með þessu tilboði og margir þeirra eru að auki félagar í Vildarklúbbi Icelandair. Það er líka rétt að geta þess að börnin fá svo frítt teppi og kodda í ofanálag, auk nælu og smá nestisbox sem að fylgir með fluginu. Það er alveg með ólíkindum hvernig komið er fyrir þessu fornfræga félagi og útsending á pósti sem þessum virkar hjákátlegur og móðgun við fjölda Íslendinga erlendis. Umboðsmaður neytenda ætti nú að kíkja á þetta mál enda miklir hagsmunir í húfi fyrir þá sem síst geta hönd fyrir höfuð sér borið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband