Framsókn höndlar fjöreggið

Það er alveg ótrúlegur ferill hjá Sigmundi sem er núna farinn að höndla fjöreggið sjálft sem lykilmaður í núverandi stjórnarmyndundarviðræðum. Það er ljóst að þau ummæli sem að hann hefur haft í frammi með það að verja nýja stjórn vantrausti þarf meiri og flóknari undirbúning fyrir stjórnmálamann framtíðarinnar en einfaldar yfirlýsingar í fjölmiðlum. Hvernig geta menn tjáð sig um að þeir ætli að standa að ríkisstjórnarsamtarfi og verja stjórn falli án þess að hafa nokkra hugmynd um innihald og efni samstarfsins, ber það vott af stjórnmálalegum aga og ábyrgð nú um stundir? Það er hinsvegar rétt hjá Sigmundi að þessi stjórn mun aðeins hafa takmarkað umboð fram að næstu kosningum.


mbl.is Sigmundur: Viðræður taka tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi "stjórn" á bara að gera það sem framsókn segir að þeir eigi að gera.

Í því felst vörnin þeirra, að "styðja" minnihlutastjórn.

Fyndið, alltaf skal framsókn vera með afarkosti ! Akkúrat það sem hefur komið þeim niður í næstum ekkert fylgi, og akkúrat það sem mun ganga frá þeim !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 19:12

2 identicon

Fyrst stjórnarskiptin eru afleiðing grjótkasts, og grjótkastararnir komnir með þá stjórn sem þeir vildu, liggur þá ekki beint við að nefna nýju stjórnina Grjótkastarastjórnina?

ásdís (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 19:41

3 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Við lifum á ótrúlegum tímum þar sem ótrúlegir hlutir gerast. Ástandið er orðið þannig að það kemur manni ekkert á óvart lengur. Annars er ég farinn að spyrja mig af hverju ég sé að skrifa þessa pistla handan hafsins. Kannski að manni sé ekki sama! 

Winston Churchill sagði einhvern tíma að ein stærsta lexían í lífinu væri að gera sér grein fyrir því að stundum hefðu bjánar líka rétt fyrir sér! Sjáum hvað setur!

Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 27.1.2009 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband