Fast skotið hjá Birni

Dómsmálaráðherra skýtur föstum skotum í pistli sínum á www.bjorn.is þar sem að hann ræðir um framkomu þingmanna vinstri grænna og ræðir meinta óvirðingu þeirra við störf lögreglumannanna sem voru að voru að verja þinghús landsmanna fyrir ágangi mótmælenda. Maður veltir því fyrir hvert þjóðfélagið stefnir þegar að þingmenn þjóðarinnar sjást á meðal mótmælenda þar sem verið er að grýta lögreglumenn og vinna skemmdarverk. Fjölmiðlar hafa verið duglegir að sýna frá mótmælunum og er það vel en þeir ættu líka hiklaust að spyrja þingmenn út í hugmyndir þeirra um löggæslu í landinu og hvað teljist eðlilegt og hvað ekki, sérstaklega í því árferði sem nú ríkir. Það er mikilvægt að kalla eftir afgerandi skoðunum þeirra þingmanna sem hafa sést á stöðum þar sem að hörð mótmæli hafa verið höfð í frammi og árásir hafa verið gerðar á opinberar stofnanir. Þingmenn hafa einmitt þann starfa að setja þegnunum lög sem allir verða að beygja sig undir. Sannast kannski hið fornkveðna: Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband