Að sjá ný tækifæri

Það er fróðlegt að lesa um kreppuna miklu og hvernig fólk aðlagaði sig að breyttum aðstæðum. Það var jú samkeppni um að komast af. Þeir sem sjá tækifærin í niðursveiflunni eru að lokum þeir sem að munu hagnast. John D. Rockefeller sagði að á sínum 93 árum hefði hann farið í gegnum margar kreppur en hann sagði jafnframt að velmegunin kæmi alltaf aftur enda breytti fólk hugsunarhætti sínum og aðlagaði væntingar sínar að nýjum veruleika. Þetta er einmitt kjarninn í dag. Það verður erfitt fyrir marga, en fólk mun sjá nýja möguleika, fá nýjar hugmyndir og ný fyrirtæki munu komast á legg.

Það hefur án efa verið jákvæð innspýting fyrir marga að sjá að krónan styrktist vel í dag og ljóst að margir höfðu fjárhagslegan ávinning af þeirri stöðu. Jákvæðu fréttirnar af krónunni segja okkur að ekkert ástand vari að eilífu, allt er breytingum háð. Fólk má ekki gleyma sér í daglegu amstri og láta allar dómdagsspárnar í útvarpi og sjónvarpi hafa áhrif á sig. Stundum er best að slökkva og reyna að gera eitthvað uppbyggilegt. Lífið heldur áfram og velmegunin kemur aftur það kenndi reynslan Rockefeller.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband