Tók Coopers hlaupaprófið

Það var stinningskaldi hérna í Lausanne í dag þegar að ég skeiðaði niður að vatninu til þess að hlaupa á hlaupabrautinni við EPFL háskólann. Gömlu fólki er allt fært ef það hefur sig til verka. Ég las einhvern tímann fyrr í sumar um þolpróf slökkviliðsmanna og inntökuskilyrðin. Og auðvitað vildi ég kanna ástandið á sjálfum mér. Ég var svo sem ekkert sérstaklega vel stemmdur en ég ætlaði mér að ná árangri á hlaupabrautinni þrátt fyrir að aðstæður væru ekki sem bestar. Ég hljóp 2.5 km á 11.50 sem segir skv. Coopers fræðunum að ég sé í nokkuð góðu formi. Maður getur ýmislegt ef að maður ætlar sér það. Ég er sérstaklega ánægður að geta þess að ég hringaði meðhlaupara minn sem var ekki yfir sig  hrifinn af framferði mínu.

Þetta var gott innlegg í sunnudaginn og lausn frá krepputalinu sem að nú tröllríður öllu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband