Sáðmaðurinn

Þegar er mér enn minnisstætt þegar ég lagði inn mínar fyrstu krónur í banka sáðmannsins ofarlega á Vesturgötunni. gyllta lógóið á grænu bankabókinni sýndi mynd af ,,sáðmanni Íslands” að störfum, þeim sama og ræktaði jörðina svona eins til þess að minna mann á að til þess að uppskera þá þurfti maður fyrirhyggju og natni. Það var ekki nóg að eiga græna jörð og frjósama akra það þurfti líka að huga að ústæðinu, og til þess að uppskera þá þurfti að sá og fylgja starfinu eftir og rækta jarðveginn.

Frá unga aldri var ,,sáðmaðurinn” mér ofarlegan í huga og flestar mínar krónur fór inn á grænu bankabókina með ,,gyllta sáðmanninum” utan á. Í þeirri bók voru leikreglurnar hreinar og beinar. Svörtu færslurnar sýndu innlegg og þau rauðu sýndu úttektirnar. Hagfræði ,,sáðmannsins” var einföld og vel skiljanleg þeim sem átti í viðskiptum við  hann. Á 10 fersm. sást allur sannleikurinn, og það þurfti ekki fleiri vitna við, ekki var hægt að eyða meiru en aflað var. Þá naut maður þess að fara í bankann og leggja inn og taka út eftir þörfum, enda leikreglurnar skýrar og engin ofurtilboð að trufla mann. Þjóðfélagsmyndin breyttist hins vegar hratt á þessum árum en gildi ,,sáðmannsins” létu smátt og smátt undan í samfélagi sem að óx fiskur um hrygg. Nýtt fjármálaumhverfi og ný viðmið leystu ,,sáðmanninn” undan skyldum sínum, hann varð púkó og tákn gamla tímans. Tákn gamla tímans þegar menn biðu í röðum eftir viðtölum við bankastjórana til þess eins að kaupa víxil, enda var framboðið af peningum takmarkað. Auðvitað var ,,sáðmaðurinn” ekki óskeikull en hann var alltaf þarna eins og tákn um þann sem stóð af sér öll veðrabrigði og fólk lærði að takast á við hann og þjóðfélagið hafði innbyggða stoppara sem sáu til þess að menn fengju ekki og mikið í einu. Sá tími leið undir lok eins og margt annað, græðgi og skeytingarleysi blindaða marga góða menn með góðar hugmyndir

Kannski kemur tími ,,sáðmannsins” aftur. Tími þar sem að verðmætamat fylgir raunverulegum stærðum í efnahag landsins, tími þar sem að virðing fyrir ráðdeild og nægjusemi er í hávegum höfð. Kannski að það sé kominn tími á grænu bankabókina aftur!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband