Ég er ráðherra en enginn sagði mér neitt

Það hefur reyndar verið skoðun mín að ábyrgð Viðskiptaráðherra, yfirmanns bankamála sé töluverð og ekki má gleyma Fjármálaeftirlitinu. Ég verð að segja að yfirlýsing ráðherra er sérstök þar sem að hann segist ekki hafa vitað af stöðunni. Það er einmitt eitt af grundavallaratriðið að ráðherra viti, það er í hans verkahring og sérfræðinganna í ráðuneytinu að vita af tilvist vandamálanna, greina þau og koma með tillögur til úrbóta. Það er ódýrt að segja ég vissi ekki af hlutunum. Það er ljóst að yfirlýsing ráðherra hefur nú bakað honum meira tjón en ella enda hefur forstjóri Fjármálaeftirlitsins sem að ber líka ábyrgð kastað boltanum aftur yfir til ráðherrans. Þetta fer að verða eins og hanaslagur enda reynir hver að bjarga eigin skinni.


mbl.is FME: Upplýsti ekki ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband