Orð dagsins

Það gerist oft nú orðið að fólk missir sig í viðtölum í fjölmiðlum, þó sér í lagi í beinni útsendingu  í sjónvarpi. Oft falla ummæli sem betur hefðu verði látin ósögð. Kannski er því um að kenna að landið er fámennt og viðmælendur fjölmiðla eru oft á tíðum sama fólkið aftur og aftur. Ekki veit ég hvort að það skýri slíkar uppákomur eða hvort að staðreyndin sé sú að viðmælendur eru orðnir of heimavanir. Það er líka eins og spyrjendurnir séu illa á varðbergi og of seinir að grípa inn í atburðarrásina. Virðing þverrandi fer fyrir pólitískum andstæðingum á Alþingi þar sem þingmenn láta ýmislegt flakka úr ræðustólnum og eru lítt til eftirbreytni.

Orð dagsins eru fengin úr grein Sigurðar Kára Kristjánssonar alþingismanns í Morgunblaðinu í dag eru þörf ábending: ,,Málflutningur sem einungis er byggður á persónulegri óvild og heift í garð annarra hefur aldrei og mun aldrei hafa neitt uppbyggilegt í för með sér.´´


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband