Leyndardómar Leiðtogans

Hlutverk leiðtogans og ímynd nútíma hetjunnar endurspeglast án efa í þeim persónum sem að taka þátt í opinberri umræðu og eru jafnframt gerendur á sama tíma. Stíll og áherslur leiðtoga eru misjafnar og á meðan margir telja að menn séu fæddir leiðtogar þá segja sumir að hægt sé að tileinka sér og læra það sem til þarf til þess að verða leiðtogi. Leiðtogar eru fyrirmyndir sem að móta oft skoðanir og hafa jafnframt oft áhrif á skoðanir og aðgerðir almennings. Slíkir leiðtogar verða að koma fram af ábyrgð og sýna af sér háttsemi sem er öðrum til jákvæðrar eftirbreytni.

Nelson Mandela einn af áhrifamestu leiðtogum vorra tíma stendur nú á 90. tugasta aldursári. Lífsviðhorf hans hafa mótast af því að gera heiminn að betri stað og hann hefur aldrei litið til baka í þeirri leit. Af hógværð og með staðfestu þar sem trúin á að dagurinn á morgun yrði betri en dagurinn í dag voru einkennandi þáttur í hans framgöngu. Hugmyndafræðin og lífsviðhorf Mandela setja hann án efa á stall meðal framsýnna leiðtoga ofar öllu lýðskrumi. Þegar Mandela var spurður út í grunninn í sinni stjórnvisku þá taldi hann upp 8 atriði:

Courage is not the absence of fear - it's inspiring others to move beyond it

Lead from the front - but don´t leave your base behind Lead from the back - and let other believe they are in front

Know your enemy - and learn about his favourite sport Keep your friends close - and your rivals even closer

Appearances matter - and remember to smile

Nothing is black or white

Quitting is leading too

Mandela var þekktur fyrir að tala vel um andstæðinga sína, en hann hefur látið hafa það eftir sér að það hafi skilað honum meiri áhrifum heldur en að berjast við þá á persónulegum nótum. Aðferðafræði Mandela gagnaðist honum einstaklega vel þar sem að honum tókst að gera andstæðinga sína óvirka með málflutningi sínum og hann sagði jafnframt að þeir væru sjálfum sér verstir eins og dæmin sanna. Stundum skilar hæverskan og kænskan betri niðurstöðu þegar upp er staðið. Góðir leiðtogar tapa oft orustum en markmiðið er ávallt að vinna stríðið eins og Mandela sannaði eftir 27 ára fangelsisvist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl

skemmtileg lestur um Mandela skildi ekki eitt keep your friends close-and your RIVALS

 even close. Ég skil ekki rivals.

kveðja RBÞ.

Rúna B.Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 22:57

2 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Sæl Rúna mín,

Þakka athugasemdina. Rivals þýðir í þessu tilliti keppinautar/andstæðingar. Ég vil nota tækifærið og benda þér á þessa síðu sem getur verið mjög gagnleg í daglegu amstri og leita oft til. Þessi síða er hérna www.onelook.com og málið er iðulega leyst. Þessi síða geymir orðabækur á netinu og þegar þú slærð inn leitarorðið þá kemur hún með skilgreiningarnar um hæl.

Kv. Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 21.9.2008 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband