Að lifa í loftkældum heimi

Kom frá Dubai í morgun eftir 10 daga eftir veru í arabíska furstadæminu. Það má segja að þeir lifi í loftkældum heimi þarna. Allar bifreiðar og íbúðarhús eru loftkæld og mikil orka fer í að viðhalda þessum loftkælda heimi. Þegar maður gengur út úr þessum loftkældu byggingum þá er eins og maður gangi á vegg þar sem að hitinn og rakinn taka völdin. Það eru einungis tvær árstiðir, sumar og vetur. Rakastigið er líka hátt og uppgufun frá sjónum er mikil og sest nánast þoka yfir öll háhýsin þarna. Annars var einstakt að sjá alla þá framþróun sem að heimamenn hafa unnið ötullega að og að sjá “pálmann” eða landþróunarverkefni þeirra heimamanna var einstakt. Það má sjá fjöldann að stórhýsum í byggingu eins og sést hérna að neðan. Ég held að íslenska fasteignabólan myndi blikna í samanburðinum.

DSC00497 

Það er greinilegt að menn hafa það gott í þessu ríki þar sem að þegnarnir greiða enga skatta og skólagangan er frí.og ef ég fer rétt með þá afsalta þeir sjóinn og breyta honum í vatn enda annað varla hægt sé tekið mið af verðurfarinu og náttúrulegum gæðum. Það var ótrúlegt að sjá allar byggingarnar sem eru í byggingu þarna og mikið var um erlent vinnuafl frá Indlandi og víðar. Það er líf í Dubai en áfengi var ekki veitt í opinberum veislum en hins vegar var ekkert mál að nálgast áfenga drykki á hótelunum.  Það eru þúsundir íbúða og húsa í byggingu í pálmanum svokallaða og ótrúlegt að sjá alla byggingarkranana og alla verkamennina að störfum.  Umhverfið virkar vestrænt og allar helstu verslanir eru með munaðarvörur eins og hver vill.  Því fer þó fjarri að maður gæti sætt sig við að lifa í loftkældum heimi til eilífðar þá er nú betra að biðja um fjórar hressilegar íslenskar árstíðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband