Dalai Lama tekur af allan vafa

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni um að sniðganga Ólympíuleikana í Peking í sumar. Hvað sem þeirri umræðu líður þá heldur Alþjóða Ólympíunefndin og Alþjóðasérsamböndin  áfram fullum undirbúningi að framkvæmd leikanna enda er ekki gert ráð fyrir því að stjórnmál og pólitík taki af skarið með framkvæmdina. Það er því heldur hjákátlegt að heyra viðtöl við ráðamenn víðsvegar  um heiminn um að sniðganga Ólympíuleikana þegar svo Dalai Lama stígur sjálfur fram á stokk og segir að menn eigi ekki að sniðganga Ólympíleikana. Það er eins og menn gleymi að íþróttastarfið er rekið áfram af frjálsum hagsmunum þar sem öllum pólitískum  og trúarlegum afskiptum er hafnað. Það er hins vegar allt annað mál hvort að einstakur ráðherra eða forystumaður í ríkisstjórn ákveður að vera eða vera ekki við setningarathöfn leikanna enda er setningarathöfnin ekki liður í sjálfri íþróttakeppninni. Það er ljóst að ef menn byrja á því að sniðganga Ólympíuleika hvar setja menn mörkin næst. Hætta forystumenn ríkisstjórna að mæta á einstaka viðburði á stórmótum eins og knattspyrnu, frjálsum o.s.frv. vegna stjórnmálaskoðanna eða utanaðkomandi þrýstings alþjóðasamfélagsins.

Ég velti því fyrir mér hvort að slík skilaboð séu þau réttu og hvort að það væri ekki nær að menn settust að samningaborðinu til þess að ná hagfelldri lausn. Ég verð samt að viðurkenna að það er erfitt að vera ráðherra í dag og þurfa að treysta á aðra ráðherra í öðrum löndum hvað þeir muni gera eins og mér skildist á Menntamálaráðherra í viðtali í sjónvarpi á dögunum. Í frjálsu og fullvalda ríki eiga íslenskir hagsmunir af mótast af íslenskum skoðunum fyrst og fremst nema hvað! Það dylst hins vegar engum að  Ólympíuhugsjónin og Ólympíuleikarnir hafa beðið hnekki eftir alla þá neiðkvæðu umræðu sem hafa verið til staðar í heimsfjölmiðlunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband