Nýr lyfjasáttmáli á leiðinni

Það var sannur vorþeyr í loftinu í Lausanne í dag þegar að horft var yfir Ouchy eða Lac Leman eins og heimamenn kalla vatnið sitt. Þegar horft var yfir vatnið frá Ólympíusafninu þá var einstök ró og friður yfir öllu og engir bílstjórar að mótmæla eins og Austurvelli. Annars var efnið að greina frá ráðstefnu Alþjóða Lyfjareftirlitsstofnunarinnar (WADA) í Lausanne í dag en þar var verið að kynna drög að nýja alþjóðlega lyfjasáttmálanum sem að verður tekinn í gagnið 1. janúar 2009. Margar breytingar hafa verið gerðar frá því að síðasta alheimsráðstefnan fór fram í Madrid í nóvember sl. en þar náðist ekki að klára endanlega útgáfu eftir að mörg alþjóðleg flokkaíþróttasambönd eins of FIFA, FIVB, FIBA og fleiri gerðu margar athugasemdir við fyrirliggjandi drög, sérstaklega hvað varðaði túlkun sáttmálans á hagsmunum og séreinkennum  flokkaíþróttanna, en margir hafa gagnrýnt að sáttmálinn taki of mikið mið af einstaklingsíþróttunum svo sem frjálsum, sundi o.s.frv. Ekki verður farið í smáatriðin hér en það er ljóst að vinnubrögðin og samvinnan hefur verið mun nánari en við gerð núverandi sáttmála sem að var staðfestur í Kaupmannahöfn 2003. Auðvitað hafa menn áttað sig á þeim agnúum sem hafa verið til staðar eins og títt er um nýjar reglur í þessum viðkvæma málaflokki. Því fer fjarri að menn séu sammála um alla hluti en það er ljóst að nýr iðnaður hefur orðið til þar sem að upp hafa  risið sérhæfðar rannsóknastofur og ráðgjafar sem að selja ráðgjöf og ýmsa þjónustu tengda lyfjaeftirliti. Það er líka búið að setja í nýja sáttmálann að engin þjóð fær að skipuleggja heimsíþróttaviðburði þ.e. ef viðkomandi land hefur ekki gerst aðili að UNESCO samþykktinni. Það vekur athygli að mörg ríki höfðu uppi stór orð í baráttunni gegn notkun ólöglegra lyfja í íþróttum í Madrid hafa ekki enn samþykkt UNESCO ályktunina. Það verður fróðlegt að fygljast með framhaldinu og sjá hvort að þeim ríkjum fjölgi sem að muni samþykkja ályktunina enda ljóst að þau ríki sem að skrifa ekki undir þessa samþykkt fá ekki að halda opinber stórmót . Í dag hafa einungis 85 ríki skrifað undir þessa samþykkt og ljóst að mikið þarf að gerast í þessum málum á næstunni ef vissar þjóðir ætla sér að fá að skipuleggja stórmót eftir 2010. Rétt er að geta þess að Ísland er eitt af þeim ríkjum sem að hefur samþykkt UNESCO ályktunina annars má sjá hérna: http://www.wada-ama.org/en/dynamic.ch2?pageCategory.id=484

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband